„Síðan segir ráðherrann að Íslendingar eigi að vera stoltir af öflugu almannatryggingakerfi. Eigum við að vera stolt af því að ríkið hirði af eldri borgurum árlega um 28 milljarða vegna skerðinga á greiðslum TR til þeirra?“
Þannig skrifar séra Halldór Gunnarsson í nýrri Moggagrein.
Í greininni gagnrýnir Halldór Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.
„Nýlega svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn á Alþingi: „Aldrei hefur meira verið gert fyrir aldraða […] Í fyrsta lagi hafa kjör þeirra sem minnst hafa milli handanna af þeim sem fá bætur frá almannatryggingum batnað hraðast á undanförnum árum. Kjör þeirra hafa batnað hraðar en þeirra sem hafa meira á milli handanna en þiggja þó eitthvað úr almannatryggingakerfinu.“
Þetta er að mestu leyti rangt eins og ég hef bent á í fyrri greinum mínum um þessi mál. Hér má einnig spyrja hverju ráðherrann myndi svara einfaldri spurningu, sem lyti að því að íslenska ríkið greiði hlutfallslega lægst allra þjóða innan OECD til eldri borgara gegnum TR,“ segir einnig í grein Halldórs.