Hirða 100.000 á mánuði
„Lægsta greiðslan í almannatryggingakerfinu er rúmlega 200.000 kr. á mánuði eftir skatt, sem er ekkert annað en ávísun á sárafátækt. Ef síðustu ríkisstjórnir hefðu farið að lögum og hækkað persónuafslátt og lífeyri almannatrygginga eftir launaþróun á sama tímabili væru lægstu greiðslur lífeyrislauna TR um 300.000 kr. eftir skatt eða 100.000 kr. hærri en í dag. Ekki veitir af,“ segir í lok greinar sem Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði í Moggann.