Hinn látni í Barðavogi þekktur veitingamaður og 4 barna faðir – Grunaður morðinginn áður handtekinn fyrir rasisma
Maðurinn sem lést af áverkum í Barðavogi á laugardag lætur eftir sig fjögur börn. Um árabil rak hann vinsælan veitingastað á hjólum.
Það var á laugardagskvöld sem lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um morð í Barðavogi. Sá sem er grunaður um að hafa orðið manninum að bana er fæddur árið 2001 og var ógnvekjandi hegðun hans þekkta meðal nágranna. Lögregla hafði meðal annars verið tvívegis kölluð út að húsinu þar sem mennirnir bjuggu, daginn sem morðið var framið, en var þá ekki handtekinn.
DV hefur greint frá því að hinn grunaði hefur verið sakaður um dýraníð og hafi lýst yfir á hatri hundum. Lögregla hefur einnig haft afskipti af manninum vegna ofbeldis sem tengist rasisma. Árið 2019 hafi hinn grunaði verið handtekinn vegna framkomu sinnar við mótmælendur sem lýstu yfir stuðningi við flóttafólk á Austurvelli.
Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana á laugardaginn. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu.