- Advertisement -

Hinn ís­kaldi veru­leiki dýraveiða

Særð hrein­dýr hafa verið elt uppi í dágóða stund þar til þau voru tryggi­lega af­lífuð.

Teitur Björn Einarsson.

„Það er höfuðskylda hvers veiðimanns að hitta og af­lífa bráðina eins skjótt og fum­laust og hægt er þannig að það valdi dýr­inu sem minnst­um sárs­auka. Þetta er grund­vall­ar­regla sem gild­ir um all­ar veiðar á öll­um dýr­um á Íslandi og haf­inu um kring og er ákvæði þess efn­is lög­fest í lög­um um vel­ferð dýra, sbr. 27. gr. Lög­in gilda um öll hrygg­dýr auk tífætlukrabba, smokk­fiska og bý­flugna en fisk­veiðar eru und­an­skild­ar. Hval­ir falla und­ir lög­in þótt líta verði jafn­framt til þess að um hval­veiðar gilda sér­lög og eiga þær sér langa for­sögu.“ segir Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í nýrri Moggagrein.

„Samt er ,að svo í raun­heimi að skot geiga og jafn­vel reynd­ustu veiðimönn­um tekst ekki í öll­um til­vik­um að af­lífa bráð sína sam­stund­is. Ekki hafa all­ar hrein­dýra­skytt­ur hitt í fyrsta skoti og ljóst að særð hrein­dýr hafa verið elt uppi í dágóða stund þar til þau voru tryggi­lega af­lífuð. Mýs drep­ast ekki um­svifa­laust í öll­um til­vik­um í gildr­um og því fer fjarri að fugla­skot­veiðimenn hitti í öll­um skot­um og því miður sær­ist vafa­laust fjöldi fugla sem ekki eru hand­samaðir á hverju veiðitíma­bili.

Þetta er hinn ís­kaldi veru­leiki veiða enda ljóst að meg­in­regl­an um að af­lífa skuli dýr eins skjótt og hægt er er mats­kennd og án frek­ari hlut­lægra viðmiðana. Það fer eft­ir aðstæðum og eðli þeirra veiða sem um ræðir hvort veiðimaður telst hafa brotið regl­una eða ekki. Veiðar á villt­um dýr­um verða held­ur ekki lagðar að jöfnu við af­líf­un búfjár,“ segir einnig í greininni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: