Aldís Hafsteinsdóttir er stór upp á sig þessa dagana. Aldís er bæjarstjóri í Hveragerði sem er saklaust mál. Verra er að Aldís er líka formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í því hlutverki hefur hún birst okkur sem hinn ískaldi stálhnefi. Öllum til vandræða.
Efling á ósamið við örfá sveitarfélög í nágrenni við Reykjavíkur. Öllum er þeim stjórnað af Sjálfstæðisflokki. En það eru Kópavogur, Seltjarnarnes, Mosfellsbær, Hveragerði og Ölfus. Aldís segir að aldrei verið samið Eflingu á sömu nótum og Reykjavík gerði. Aldrei, aldrei.
Það er sem Aldís ætli, ein og sér, að sýna mátt sinn og megin og þagga niður í Eflingu. Aldís er það vinna mikið óþurftar verk. Hún valdi illa bæði stað og stund til að kreppa sinn annars deiga hnefa. Flokkurinn hefur tekið að sér að beygja Sólveigu Önnu og hennar fólk á bak aftur.
Launadeilan er Aldísar vegna, og flokkssystkina hennar, komin í asnalegan hnút sem Aldís virðist með öllu ófær um að leysa. Mestmegnis vegna óskiljanlegs persónulegs metnaðar Aldísar Hafsteinsdóttur.
-sme