- Advertisement -

Hinn harði opinberi stálhnefi

Fræg eru orð þingmannsins, Óla Björns Kárasonar, að beita eigi hörðum stálhnefa í málum innflytjenda. Þeirri aðferð virðist ríkisvaldið beita í kjaradeilu ljósmæðra. Þær sjá enga viðleitni, ekkert.

Staðan í þeirra máli lýtur að svo mörgu öðru fólki. Komandi fæðing barns er það stór og merkur hluti í lífi hvers og eins að við þetta kalda og misunarlausa viðmót ríkisvaldsins verður ekki lengur búið.

Níu ljósmæður hætta störfum um komandi mánaðamót og þær sem eftir sitja íhuga verkfall eða yfirvinnubann. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, sagðist í samtali við Moggann í dag, vona heitt og innilega að lausn deilunnar verði ekki sett í salt fram á haust.

Ekki virðist vera að gerast til lausnar deilunnar. Fundað var síðast fyrir ellefu dögum og fundað verður í fyrramálið.  Boðað hefur verið til samstöðufundar í dag vegna kjarabaráttu ljósmæðra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórn Íslands hefur sýnt af sér viðbrögð þegar góðvinir hennar þarfnast meiri peninga. Þar um borð er fólk sem heldur að auður sé einungis peningar, ekki heill og farsæld þjóðar.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: