Hinn fullkomni afleikur
Aðrir fjölmiðlar munu væntanlega taka við. Varla verður sett lögbann á alla fjölmiðla?
Stjórnmál Hafi Bjarni Benediktsson verið aðþrengdur fyrir, er hann innikróaður núna. Næstu daga mun lögbannið og tilurð þess yfirskyggja alla kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins, þó einkum baráttu Bjarna.
Hvar sem hann birtist eða til hans heyrist mun fólk hugsa um annað en hann segir eða gerir. Byrjaðar eru deilur um hvort Bjarni hafi ráðið að krafist var lögbanns á Stundina, eða ekki. Þannig verður það.
Í raun eru fáir dagar til kosninga. Staða Bjarna getur varla verið verri. Fyrir var flokkurinn hans í vanda, en það er hégomi við það sem nú dynur á. Fréttir verða ekki stöðvaðar. Sama hvað verður reynt.
Aðrir fjölmiðlar munu væntanlega taka við. Varla verður sett lögbann á alla fjölmiðla?
Hver sem tók ákvörðunina um að panta lögbannið hjá sýslumanninum lék pólitískan afleik. Spennandi verður að sjá næstu skoðanakannanir. Hversu öflug ætli meðvirkni geti verið?
-sme