- Advertisement -

Hin ríku hóta að fara úr landi – farið bara

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifar:

Hin ríku hafa í hótunum, vilja markaðs- og einkavæða raforkukerfið og fá tryggingu fyrir því að fá að flytja rafmagnskostnað sinn og skatta yfir á almenning. Annars muni þau fara? Góðu, farið þið bara, það er ekki eins og þið gerið gagn með því að blóðmjólka almenning og samfélagið allt. Það er ekkert sem þið hafið lagt til samfélagsins, þið eruð afætur á okkur hinum. Íslenskir kapítalistar eru afætur á verkafólki og afætur á auðlindum almennings.

Þið getið farið með ránsfeng ykkar en þið getið ekki tekið með ykkur auðlindirnar; fiskinn, náttúruna, orkuna. Það má vera að svona hótanir virki í útlöndum þar sem kapítalistar geta flutt verksmiðjur og fyrirtæki milli landa en á Íslandi virkar þetta ekki, þið kapítalistar eigið ekkert nema aðstöðuna til að misnota almenning og náttúru og þið getið ekki tekið það með ykkur. Farið því burt hið fyrsta, samfélagið verður miklu betra án ykkar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: