- Advertisement -

Hin ómögulega þjóðstjórn á Akureyri

„Ég man ekki hvar það var en í einhverju viðtali var ég spurður út í þessa þjóðstjórn allra flokka á Akureyri. Það hefur lengi verið draumur margra að útrýma minnihluta eða stjórnarandstöðu úr pólitíkinni,“ skrifar Atli Þór Fanndal.

„Hugmyndin er víst að það sé svo truflandi í allri vinnu að hrúga ekki í kringum sig já-fólki sem engu andmælir. Það er víst draumurinn! Ólýsanleg skilvirkni og ekkert vesen. Frábær stemmari í mötuneytinu. Þessi hugmynd hefur alltaf verið vond. Alltaf! Og það er ástæða fyrir því að Davíð Oddsson kallaði eftir þessu í hruninu. Íbúar Akureyrar eru verr settir vegna þessa fáránlega samkomulags um austerity sem allir flokkar kvitta undir. Stjórnarandstaðan er mikilvæg og það er öllum gott að hafa í kringum sig fólk með skoðanir. Fátt hefur reynst Space Iceland jafn hollt og blandaður hópur. Það er gott að þurfa að hlusta og verja sína sýn stundum. Það segir ekkert um lélega liðsheild eða skort á metnaði og stuðning innan hópsins þótt taka þurfi tillit til fleiri sjónarmiða. Akureyringum er ekki vel þjónað með þessu samkurli stjórnmálamanna sem ekkert á sameiginlegt við samvinnu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: