Sólveig Anna Jónsdóttir skrifaði:
„Þessi maður telur það mjög mikilvægt að hann verði einn af varaforsetum Alþýðusambandsins. Telur sig fremstan allra í forystu-færni. Hefur helst haft það til málanna að leggja undanfarið að ég og félagar mínir, fólkið sem að studdi hann til forystu í SGS séu sek um „hatursorðræðu“ gegn honum. Mættur í fjölmiðla til að kynda undir hatri á mér með því að breiða út og taka undir röfl í biluðu fólki um að ég haldi aftökulista.
Mikill leiðtogi þarna á ferðinni. Frábært að hann skuli vera á leið í forsetateymi ASÍ.“
Þú gætir haft áhuga á þessum