- Advertisement -

Hin grimmlynda láglaunastefna

Að taka málin í sínar eigin sýnilegu hendur.

Sólveig Anna skrifar:

Með því að fara á milli hótelanna í bænum náðum við til þeirra sem raunverulega fara í kvennaverkfallið 8. mars; láglaunakvenna á lægstu laununum, þessa hóps af konum, hvaðanæva að úr veröldinni, sem hingað komu til að lifa og starfa og komust að því að á Íslandi er líf láglaunakvenna verðlagt af einstöku kaldlyndi þeirra sem fara með völd, einstöku grimmlyndi hinnar samræmdu láglaunastefnu sem heldur láglaunakonum pikkföstum neðst í stigveldinu, pikkföstum á útsölumarkaði atvinnulífsins. 
Ég sá þessar konur kjósa, ég talaði við þær og við brostum saman út að eyrum af því að við vissum að þótt að við séum litlar, eignalausar og peningalausar erum við óstöðvandi þegar við ákveðum að standa saman; konur frá Íslandi, Rúmeníu, Póllandi, Litháen, Spáni, Portúgal, Ungverjalandi og frá fjölda annara landa. 
Við stöndum saman, hvor með annarri, við höfum unnið saman og nú ætlum við að standa saman í því að sýna atvinnurekendum algjört grundvallarmikilvægi vinnuaflsins okkar.
Þær konur sem raunverulega munu leggja niður störf eru þær sem greiddu atkvæði, þær hafa ákveðið að taka málin í sínar eigin sýnilegu hendur, þær ætla ekki að mæta til vinnu 8. mars. þær ætla á alþjóðlegum baráttudegi verkakvenna að sýna sjálfum sér og öllum hinum að þær eru ómissandi og magnaðar, og að þær eiga það skilið í þessu vellauðuga samfélagi að fá að lifa góðu lífi, að þær eiga skilið að fá mannsæmandi laun fyrir unna vinnu!
Til hamingju kæru konur, til hamingju kæru láglaunakonur!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: