Formaður hæfisnefndarinnar var alveg brjálaður út í ráðherra fyrir að breyta röðun nefndarinnar.
Marinó G. Njálsson skrifaði á Facebook:
Var að hlusta á málflutninginn fyrir yfirdeild MDE og sérstaklega svör ríkisins við spurningum dómaranna.
Málsvörn ríkisins virðist nær eingöngu beinast að því að koma í málinu í annan farveg, en það í raun og veru snýst um. Það hefur enginn sagt, að niðurstaða málsins hefði orðið önnur ef Ástráður Haraldsson hefði verið dómari í málinu í staðinn fyrir Arnfríði Einarsdóttur. Að málið hafi snúist um minniháttarbrot, er síðan bara jákvætt, því ekki hefði verið gott, ef þetta hefði snúist um alvarleg brot.
Vörn ríkisins leggur áherslu á alls konar hluti, sem koma málinu ekkert við, og nota síðan þekkingarleysi hins enska lögfræðings, sem vissulega er ákaflega mælskur, á íslenskri spillingu til að afneita spillingunni. Það var náttúrulega einstaklega sérstök tilviljun að eiginmaður þingkonu í stjórnarandstöðu var tekinn af lista yfir þá sem áttu að fá dómarastöðu, en í staðinn kom eiginkona þingmanns úr flokki ráðherrans. Enn meiri tilviljun var það, að eiginmaður fyrrverandi yfirmanns ráðherrans var allt í einu talinn hæfari en fjórir aðrir. Nei, þetta voru ekki hrossakaup, en þetta var hin gamla, góða íslenska spilling.
Ég er ekkert að dæma um hæfi þeirra fjögurra, sem fengu stöður á kostnað annarra fjögurra. Hélt raunar fyrirfram að þrjú þeirra myndu fljúga inn. Hins vegar komst matsnefndin að annarri niðurstöðu og samkvæmt málflutningnum í dag, þá varð formaður hæfisnefndarinnar alveg brjálaður út í ráðherra fyrir að breyta röðun nefndarinnar.
Ég sagði það strax og Sigríður lagði fram breyttan lista, að þetta mál sneri ekki um hæfi dómaranna, heldur um fram í grip ráðherra í störf nefndar sem lögum samkvæmt hefur það hlutverk að meta hæfi dómara. Ég setti spurningarmerki við aðferðir nefndarinnar, að telja bara 15 hæfasta og alla aðra ekki nægilega hæfa. En þar við sat. Ef ráðherra vildi breyta listanum, sem hún vissulega mátti, þá varð að fylgja ákveðnu ferli. Hún varð að leggja fram rökstuðning fyrir breytingum sínum, þ.e. hvers vegna hún taldi að dómarareynsla skipti mun meira máli en hæfisnefndin. Það gerði hún ekki. Hún varð að leggja fram tillögu um hvern og einn dómara, ekki einn lista, og Alþingi varð að kjósa um hvern og einn dómara, ekki alla í einu. Ef þessu hefði verið fylgt og niðurstaðan orðið að dómarar á lista Sigríðar hefðu verið samþykktir, þá hefði enginn geta sagt eitt eða neitt. Í staðinn kom ekki fram rökstuðningur, lögð var fram ein tillaga um 15 dómara og Alþingi afgreiddi tillöguna í einu lagi í trássi við lög. Um það snýst þetta mál og EKKERT annað.
Spurningar dómaranna í yfirdeild MDE styrktu mig enn frekar í því að þetta væri rétt.