Gunnar Smári skrifar:
Til að skilja fátækt er ekki nóg að ræða við hin fátæku um veröld þeirra. Hin fátæku bjuggu ekki til fátæktina og hafa sáralitla stjórn á aðstæðum sínum. Það voru hin ríku sem sköpuðu fátæktina og hafa allan hag af því að viðhalda henni. Til að skilja fátækt er því nauðsynlegt að skilja grimmd hinna ríku, hvað veldur því að þau telja sig geta lifað í vellystingum á þjáningum meðbræðra sinna. Fátækt er ofbeldi og á bak við það er ofbeldisfólk. Ef við viljum útrýma fátækt verðum við að stöðva ofbeldisfólkið, útrýma ofbeldinu. Ágætt að hafa þetta í huga á þessum fyrsta sunnudegi í aðventu.