Greinar

Hin eitraða forysta Vinstri grænna

By Gunnar Smári Egilsson

December 13, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Það er ekki bara að VG hafi fallið í fylgi eftir Hrun heldur hefur flótti þingfólks og áhrifafólks frá flokknum afhjúpað að eitthvað stórkostlegt er að þessum flokki, forysta hans er eitruð. Sem kemur kannski einhverjum á óvart, því hún hefur yfir sér mjúkan blæ.

Frá því að VG fékk 21,7% í kosningum 2009 og þar til flokkurinn mældist með 7,6% fyrir tveimur vikum hafa flúið flokkinn þingfólkið Andrés Ingi Jónsson, Ásmundur Einar Daðason, Atli Gíslason, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Jón Bjarnason, Lilja Mósesdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Ögmundur Jónasson er í mörgum málum í opinberri stjórnarandstöðu við flokkinn, Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins yfirgaf flokkinn með frægum ummælum og skítát og stór hópur fólks sem var í framboði fyrir flokkinn 2017 er horfinn á braut.

Forysta flokksins er því ekki aðeins að svíkja umboð sitt frá kjósendum heldur virðist hún gera þeim sem ekki fallast á stefnu hennar og ákvarðanir óbærilegt að starfa innan flokksins. Og þetta tengist, forysta sem þolir engin andmæli er dæmd til að keyra flokkinn fram af bjarginu.