- Advertisement -

Hildur, lestu Staksteina Moggans?

Staksteinar Moggans í dag fjalla um sérstakt mál sem farið hefur framhjá mörgum. En stórt mál. Gefum yfir í Hádegismóa:

„Svo ótrú­legt sem það er þá beita op­in­ber­ar stofn­an­ir eða op­in­ber fyr­ir­tæki því stund­um fyr­ir sig að eig­end­urn­ir, al­menn­ing­ur, megi ekki fá upp­lýs­ing­ar um starf­sem­ina af því að stofn­un­in sé með „skráð skulda­bréf“. Rík­is­út­varpið hef­ur meira að segja beitt þess­ari aðferð við að halda leynd yfir starf­sem­inni og má segja að þá sé fokið í flest skjól.

Nýj­asta dæmið um leyni­makk í skjóli skráðra skulda­bréfa er dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar, Ljós­leiðar­inn. Það op­in­bera fyr­ir­tæki áform­ar að kaupa eign­ir af einka­fyr­ir­tæk­inu Sýn en á í mikl­um erfiðleik­um með að fjár­magna kaup­in, hvað þá að rök­styðja þau.

Nú hef­ur Orku­veit­an gripið til þess óynd­isúr­ræðis að fá stór­an lán­veit­anda til að aflétta skil­yrðum um skuld­setn­ingu dótt­ur­fé­laga til að auðvelda Ljós­leiðar­an­um kaup­in og hef­ur fengið samþykki borg­ar­ráðs.

Allt er þetta í meira lagi vafa­samt af ýms­um ástæðum. Þarna er op­in­bert fyr­ir­tæki að auka um­svif sín á markaði og um leið er verið að ákveða að auka skuld­setn­ingu borg­ar­inn­ar sem þegar er skuld­um vaf­in.

Hvernig má vera að þetta ger­ist án þess að nokkuð heyr­ist frá borg­ar­full­trú­um? Eng­inn býst við neinu af full­trú­um meiri­hlut­ans í þess­um efn­um, en hvað veld­ur því að full­trú­ar minni­hlut­ans þegja?“

Enn og aftur er slegið í átt að leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í borginni. Ef rétt er munað er eiginmaður hennar stjórnarformaður Sýnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: