Fréttir

Hildur Eir hefur aldrei hlýtt Víði

By Ritstjórn

August 18, 2020

„Ég hef aldrei hlýtt Víði eða lagt allt mitt traust á þríeykið í þessari baráttu gegn veirunni, hef bara hlustað á þetta góða og gagnlega fólk og tekið mark á því en síðan notað mína eigin skynsemi, af því að ég er það sem kallast fullorðin,“ skrifa séra Hildur Eir Bolladóttir.

„Að sama skapi hef ég ekki hlýtt læknunum mínum í krabbameinsmeðferðinni heldur hlustað á þá og tekið mark á þeim en síðan notað mína eigin skynsemi, af því að ég telst víst fullorðin. Við erum fullorðin þjóð, hlustum á upplýsingar og notum svo eigin skynsemi hvert og eitt, það er auðvitað krefjandi en heitir að vera fullorðinn. Áfram Víðir, Þórólfur og Alma og áfram fullorðin íslensk þjóð.“