- Advertisement -

Hildi ofbýður orðræða verkalýðsforingjanna

„Upphrópanir um illsku og annarlegar hvatir eru bæði vondar og óþarfi og halda ekki á lofti mikilvægi réttindabaráttu.“

„Undanfarið hef ég fylgst með orðræðu núverandi verkalýðsforystu vegna komandi kjarasamninga og orðið hreint út sagt hálfhvumsa við. Þar eru boðaðar byltingar með blótsyrðum sem ekki er hægt að hafa eftir í pontu Alþingis og fólki brigslað um sálarleysi og annarlegar hvatir ef það leyfir sér að viðra önnur sjónarmið en þar eru boðuð,“ sagði Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki á Alþingi fyrr í dag.

„En það verður að mega ræða alla vinkla í samhengi þessa mikilvæga máls. Það verður til að mynda að mega ræða það sem kemur fram í Fréttablaðinu í dag, að launakostnaður skráðra félaga hefur almennt vaxið hraðar en tekjur og rekstrarhagnaður félaganna. Það verður að mega ræða að aðstoðarseðlabankastjóri og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþýðusambands Íslands segir það lögmál að raunlaun geti ekki til lengdar hækkað meira en framleiðniaukning,“ sagði hún.

„Þessi sjónarmið verða að mega heyrast því að þau skipta máli í samhengi hlutanna svo skrefin sem stigin næstu mánuði leiði okkur ekki í ógöngur. Það verður því að vera lágmarksvirðing fyrir því í umræðunni að þótt tekist sé á um leiðirnar erum við sammála um markmiðin, að gera eins vel og hægt er fyrir okkur öll. Upphrópanir um illsku og annarlegar hvatir eru bæði vondar og óþarfi og halda ekki á lofti mikilvægi réttindabaráttu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: