Ljósmynd: Vikudagur.

Stjórnmál

Hilda Jana bæjarfulltrúi í þingframboð

By Miðjan

April 07, 2021

„Ég er þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt og ég hlakka til kosningabaráttunnar sem fram undan er. Ég brenn fyrir jöfnuði, þá ekki síst byggðajöfnuði, enda tel ég að við sem samfélag eigum mikið undir því að skapa hverjum einstaklingi skilyrði til þess að vaxa og dafna á eigin forsendum í landi sem bæði hefur upp á að bjóða sterka höfuðborg og öflugar landsbyggðir,“ segir Hilda Jana Gísladóttir sem skipar annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðaustri í haust.

Hilda Jana, sem lengi starfaði við sjónvarpsstöðina N4, er nú bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna.

Mikið þarf að ganga á nái hún ekki inn á þing. Samfylkingin hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu. Loga Einarsson formann og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur sem sækist ekki eftir endurkjöri.