- Advertisement -

Hið ófrjálsa Ríkisútvarp

Óli Björn Kárason, alþingismaður: „Fjöl­miðlun sem er háð hinu op­in­bera með bein­um hætti verður aldrei frjáls nema í orði.“

Óli Björn Kárason skrifar fínustu grein um stöðu fjölmiðla, grein sem er að finna í Mogganum í dag. Hann varar við að frjálsir fjölmiðlar verði settir á ríkisjötuna. Það drepi frelsi þeirra.

„Fátt er hættu­legra fyr­ir frjálsa fjöl­miðlun en að vera háð op­in­ber­um styrkj­um og nefnd­um á veg­um hins op­in­bera sem skammta úr hnefa fjár­muni til að standa und­ir ein­stök­um þátt­um í rekstr­in­um. Fjöl­miðlun sem er háð hinu op­in­bera með bein­um hætti verður aldrei frjáls nema í orði,“ skrifar hann.

Þar með segir þingmaðurinn að þetta gildi um Ríkisútvarpið. Stjórnmálamenn hafa beinlínis, og það opinberlega, minnti stjórnendur Ríkisútvarpsins á hvaðan það fær meginhluta sinna tekna, með samþykktum Alþingis.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Ég hef ekki lagt það í vana minn að nota stór­yrði en nauðsyn brýt­ur regl­una. Það er gal­in hug­mynd að reyna að stuðla að frjálsri og óháðri fjöl­miðlun með um­fangs­mikl­um millifærsl­um og rík­is­styrkj­um. Verst er að með milli­færsl­um og styrkj­um er í raun verið að rétt­læta rang­lætið á fjöl­miðlamarkaði og kom­ast þannig hjá því að fjar­læga meinið sjálft,“ skrifar Óli Björn.

Þetta er áfellisdómur Óla Björns yfir Ríkisútvarpinu.  Með réttu eða röngu, en orð hans eru það samt.

Hér er ein tilvitnun til í grein Óla Björns:

„Í gegn­um árin hef­ur verið áhuga­vert að fylgj­ast með umræðum á Alþingi um stöðu fjöl­miðla og ekki síst umræðum um fjár­lög og Rík­is­út­varpið. Af og til er lýst yfir áhyggj­um af stöðu frjálsra fjöl­miðla, en þær áhyggj­ur hafa aldrei rofið skarð í varn­ar­múr­inn sem byggður hef­ur verið um rík­is­rekst­ur fjöl­miðla. Fáar ef nokkr­ar stofn­an­ir eru kær­ari í hug­um meiri­hluta þing­manna en Rík­is­út­varpið.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: