- Advertisement -

„Heyrið þið kallið, þingheimur?“

Karl Gauti Hjaltason:
„Heyrið þið kallið frá öldruðum? Heyrið þið kallið frá öryrkjum? Heyrið þið kallið frá skólakerfinu? Heyrið þið kallið frá löggæslunni?“

„Heyrið þið kallið, þingheimur? Heyrið þið kallið, heyrið þið ákallið, alls staðar að? Heyrið þið kallið frá öldruðum? Heyrið þið kallið frá öryrkjum? Heyrið þið kallið frá skólakerfinu? Heyrið þið kallið frá löggæslunni? Heyrið þið kallið frá heilbrigðiskerfinu, heilbrigðisstofnunum úti á landi? Heyrið þið kallið? Leggið við hlustir. Heyrið þið kallið frá geðheilbrigðiskerfinu? Heyrið þið kallið frá framhaldsskólunum úti á landi? Heyrið þið kallið um samgöngurnar? Nei. En heyrið þið kallið frá útgerðinni? Já.“

Þannig mælti Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins á Alþingi. Hann hélt áfram og sagði:

„Lækka veiðigjöld. Það er kallið sem hefur borist í gegnum allar þessar raddir. Hversu mikilvægt var það? Hversu mikilvægt var það að lækka veiðigjöld? Þetta ákall útgerðarinnar um veiðigjöldin hefur legið lengi fyrir þetta en það á að koma því fram núna á miklum hraða í gegnum þingið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: