- Advertisement -

Hert verður að starfsmannaleigum

- Alþingi ræðir frumvarp um réttindig skyldur starfsmannaleiga. Reglur verða hertar.

Þorsteinn Vígundsson félagsmálaráðherra.
Alþingi ræðir frumvarp um réttindig skyldur starfsmannaleiga. Reglur verða hertar.

Starfsmannaleigum verðum gert að hafa öll göng um kjör og launagreiðslur starfsmanna sýnileg öllum stundum.

Í frumvarpi sem Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra mælir fyrir í dag er meðal annars gert ráð fyrir að á þeim tíma sem fyrirtæki veitir þjónustu hér á landi ber því að hafa ávallt tiltæk afrit af launaseðlum hvers starfsmanns og staðfestingu á að laun hvers starfsmanns hafi verið greidd í samræmi við það sem fram kemur á launaseðli, meðal annars hvað varðar launafjárhæð, sem og afrit af vinnutímaskýrslum sem sýna vinnutíma hvers starfsmanns.

„Ber fyrirtæki að afhenda fyrrnefnd gögn til Vinnumálastofnunar eigi síðar en tveimur virkum dögum frá því að beiðni stofnunarinnar þess efnis berst fyrirtækinu. Eigi síðar en sama dag og starfsemin hefst hér á landi í hvert skipti skal fyrirtæki upplýsa Vinnumálastofnun um hvernig stofnunin geti nálgast framangreindar upplýsingar á þeim tíma sem starfsmaður eða starfsmenn fyrirtækisins eru starfandi hér á landi sem og innan eins mánaðar frá því að þeir hætta störfum hérlendis,“ segir í einni grein frumvarpsins, sem er hægt að lesa í heild hér.

Markmið frumvarpsins er ekki síst þetta: „Markmið laga þessara er að tryggja að laun og önnur starfskjör starfsmanna starfsmannaleigna sem starfa á innlendum vinnumarkaði séu í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og kjarasamninga sem gilda á vinnumarkaði hérlendis. Þá er það markmið laga þessara að tryggja að stjórnvöld geti fengið yfirsýn yfir eðli og umfang starfsemi starfsmannaleigna sem starfa á innlendum vinnumarkaði.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: