- Advertisement -

Hert að öryrkjum og öldruðum – mulið undir hin ríku og voldugu

Það er há upphæð. En hvaða upphæð er þetta?

Gunnar Smári skrifar:

Við þriðju umræðu fjárlaga í gær kom fram breytingartillaga frá þingmönnum Samfylkingar, Pírata og Flokks fólksins um hækkun á framlagi til lífeyris aldraðra og öryrkja svo standa mætti undir kröfunni um að engin sé með minna en lágmarkslaun í tekjur. Húrra fyrir þessu fólki! Sem eru Ágúst Ólafur Ágústsson, Logi Einarsson, Halldóra Mogensen, Inga Sæland, Björn Leví Gunnarsson, Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Guðmundsson, Jón Þór Ólafsson, María Hjálmarsdóttir, Oddný Harðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Samkvæmt tillögunni kostar það um 13 milljarða að færa alla öryrkja upp í lágmarkslaun og um 25 milljarða að gera það sama við alla aldraða, samtals um 38 milljarða króna. Það er há upphæð. En hvaða upphæð er þetta? Jú, þetta er sú upphæð sem stjórnvöld hafa sótt til aldraðra og öryrkja til lækka skatta á fyrirtækja- og fjármagnseigendur, með því að láta lífeyristekjur sitja eftir. Fyrir örfáum árum var lífeyrir á pari við lægstu laun á vinnumarkaði. Með innleiðingu nýfrjálshyggjunnar var rofið þarna á milli á sama tíma og skattar á hin ríku og voldugu voru skorin niður og eftirlit með skattsvikum þeirra haldið í skötulíki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: