Mannlíf

Hérlendis hefur ekki verið frá þessu sagt svo ég viti

By Ritstjórn

July 13, 2020

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Slæmt nýyrði rafskúta. Og ekki þægilegt að vera dagskrárgerðarmaður í útvarpi og þekkja ekki hlaupahjól og nenna ekki að fletta upp.

Mér finnst eins og tjaldinum hafi fjölgað seinustu ár. Hef fylgst með honum og hreiðri við austanvert Lágafellsklifið í uþb 30 ár. Ekki er langt síðan hann fór að verpa þar sem Krikaskóli er en nú er hann líka austar á móts við Teig.

Er mikill áhugamaður um NYC enda vorum við hjónin þarna oft og stundum lengi. Fannst því frásagnarvert þegar ég las á bandarískum miðli að ekkert covidsmit hefði greinst þar, fyrsta núllið síðan í mars. Hérlendis hefur ekki verið frá þessu sagt svo ég viti.

Nú glennir hann sig upp með sól. Veit svo sem ekki hver hann er. Stundum rífur hann sig upp með roki. Læt mér duga að hugsa að það sé sá sem öllu ræður.