„Nú er vissulega tími fyrir samstöðu eins og forsætisráðherra hefur endurtekið kallað eftir,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati á Alþingi.
„Það er því grátlegt að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi gert það að forgangsatriði að gera stjórnvöldum enn þá auðveldara fyrir að reka óléttar konur og varnarlaus börn á flótta til Grikklands, Ítalíu, Ungverjalands og annarra vanbúinna landa, algjörlega burt séð frá aðstæðum hvers og eins. Þetta slær nýtt met í mannvonsku, sjálfhverfu og ábyrgðarleysi og mér finnst mjög dapurlegt að það eigi að herða enn frekar mannfjandsamlega stefnu Íslands gagnvart flóttamönnum akkúrat núna þegar þeir þurfa hvað mest á okkur að halda,“ sagði hún.
-sme