- Advertisement -

Herða áróðurinn gegn kjarabótum verkafólks

Það er ekki nýr áróður atvinnurekenda og peningaaflanna, að launahækkanir verkafólks setji efnahagslífið úr skorðum.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Áróðurinn gegn kjarabótum verkafólks er nú hertur með hverjum degi sem líður. Í gær var Gylfi Zoega, hagfræðingur KJ, sendur fram á völlinn en hann er hægri hönd seðlabankastjóra og situr í peningastefnunefnd.

Gylfi beitti nýju áróðursbragði gegn verkafólki. Hann sagði við verkafólk og verkalýðsleiðtoga: Ef þið fallið frá kauphækkunum fáið þið sennilega vaxtalækkun. Ég minnist þess ekki að þetta áróðursbragð hafi verið notað á yfirstéttina, þegar kjararáð úthlutaði henni ofurlaunahækkunum. Ekki hungurlús eins og SA býður verkafólki. Nei hundruð þúsunda hækkun á mánuði. Laun þingmanna voru hækkuð um 70% frá 2015 upp í 1.1 milljón á mánuði og laun ráðherra voru hækkuð um 64% á sama tíma.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það er ekki nýr áróður atvinnurekenda og peningaaflanna, að launahækkanir verkafólks setji efnahagslífið úr skorðum.

Háttsettir embættismenn fengu 48% launahækkun hjá kjararáði og 18 mánuði til baka. Gylfi Zoega bauð þeim ekki vaxtalækkun, ef þeir féllu frá ofurhækkunum sínum.

Gylfi hefur ekki beitt þessu áróðursbragði gegn neinum launamönnum öðrum en lægst launaða verkafólki. Hann er sennilega að setja þetta áróðursbragð fram á vegum stjórnar KJ. Leiðarahöfundur Fréttablaðsins tekur undir þennan áróður í dag en það hefur vakið athygli, að leiðarar Fréttablaðsins eru á köflum, andsnúnari verkafólki en leiðarar Morgunblaðsins.

Það er ekki nýr áróður atvinnurekenda og peningaaflanna, að launahækkanir verkafólks setji efnahagslífið úr skorðum. Sá munur er þó á nú, að þegar launadeilan hófst var öll yfirstéttin, öll efri lög launamanna búin að fá gífurlegar launahækkanir.

Hjálparkokkar stjórnar KJ eins og Gylfi Zoega o.fl hefðu átt að beita sér fyrir því að laun, þingmanna, ráðherra, embættismanna o.fl. yrðu lækkuð. Ef það hefði verið gert hefði verið unnt að taka mark á hjálparkokkunum, annars ekki.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: