- Advertisement -

Herða aðförina gegn almenningi

Davíð Oddsson segir barasta ekkert svigrúm vera til launahækkanna.

 

Trúlega er ekki fjarri að segja að ritstjóraskrifstofa Morgunblaðsins sé nokkurs konar viðhengi við Borgartún 35, en í því húsi starfa lobbýistar ríka fólksins. Frá báðum stöðum hafa ítrekað komið fullyrðingar um að jafnvel lægst launaðasta fólkið geti hæglega sent Ísland rakleitt til fjandans slái það ekki af kröfum sínum um ögn hærri laun.
Í báðum húsum, B35 og í Hádegismóum, vantar ekki hugmyndaflugið. Í Mogga dagsins skrifar Davíð Oddsson:
„Verk­efnið í kom­andi kjara­samn­ing­um er að verja kjör al­menn­ings með því að koma í veg fyr­ir skell í at­vinnu­líf­inu sam­hliða hækk­andi verðbólgu, sem get­ur hæg­lega gert vart við sig á ný þó að ytri aðstæður hafi tryggt óvenju­lega hag­felld­ar verðbólgu­töl­ur á liðnum árum, þrátt fyr­ir mikl­ar launa­hækk­an­ir.“
Þvílíkt og annað eins. Davíð, en hvað um svigrúmið til launahækanna?
„Aug­ljóst er þegar horft er á þróun og horf­ur í efna­hags­líf­inu og mikl­ar samn­ings­bundn­ar launa­hækk­an­ir síðustu ára, auk gríðarlegra hækk­ana á samn­ings­bundn­um greiðslum fyr­ir­tækja í líf­eyr­is­sjóði, að ekk­ert svig­rúm er í at­vinnu­líf­inu til launa­hækk­ana“
Í dag má búast við að yfirlobbýistar B35 hringi hver af öðrum í sinn Davíð og hæli karlinum fyrir innleggið. Almenningur lætur þetta varla trufla sig. Alvaran er ekki meiri en svo að daglega birtast fréttir um miklar launahækkkanir aðalsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: