Gunnar Smári skrifar:
Kórónafaraldurinn og kreppan sem honum fylgir mun skerpa á andstæðum samfélagsins, draga fram hverjir eru kúgaðir og hverjir kúga. Hin kúguðu munu átta sig á stöðu sinni og láta í sér heyra. En kúgararnir munu verjast, með ofbeldi ef aðrar aðferðir duga ekki. Í Frakklandi siga stjórnvöld, sem þjóna auðvaldinu, lögregluna á lækna og hjúkrunarfólk sem krefjast betri aðbúnað fyrir sjúklinga sína, svo hin fátæku geti lifað faraldurinn af og þau sem sinna þeim. Hér heima siga stjórnvöld, sem þjóna auðvaldinu, stjórnendum Icelandair á flugfreyjur. Ekki með ofbeldi, en með hótunum um að þær fái enga vinnu ef þær sætti sig ekki við skítalaun.