- Advertisement -

Hentu mat eftir mikil kolefnisspor

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur skrifar á Facebook:

Í þessari frétt á Vísi:

„Guðmundur Kr. Ragnarsson, kokkur á veitingastaðnum og veisluþjónustunni Laugaási, segir sex viðburðum sem fyrirtækið átti að þjónusta með mat á laugardaginn hafa afboðað aðeins nokkrum klukkustundum áður en bera átti fram mat. Hann segir að rúmlega tíu þúsund matarskammtar af veislumat hafi farið í ruslið.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta voru m.a. mjög stórar árshátíðir sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu.

Er ekki rétt að benda á það augljósa – af hverju voru þessar skemmtanir ekki flautaðar af fyrr? Síðdegis á fimmtudag var lýst yfir neyðarstigi. Menn héngu á þessum stóru árshátíðum í lengstu lög og þess vegna þurfti að henda hátíðarmat fyrir allan þennan fjölda. Þrjú stór sveitarfélög bera ábyrgðina á stórum hluta þessarar matarsóunar.

Kolefnisspor hverrar þriggja rétta veislumáltíðar þar sem kjöt, lamba- eða nautakjöt er í aðalrétt samsvarar líklega (með algengum aðferðum við matarspor) um 150-200 km akstri meðalbifreiðar.

Hráefni í 10 þús. veislumáltíðir sem hent er í ruslið samsvara 1.500.000 til 2.000.000 ekinna km. Sem sagt kolefnislosun þess bíls sem æki um tvisvar sinnum fram og til baka til tunglsins!!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: