- Advertisement -

Hentar mér betur

Það er því spurning hvort Rússar þakki ekki bara pent fyrir sig núna.

Vilhelm G. Kristinsson skrifaði:

Nú ræða þýskir stjórnmálamenn í mikilli alvöru að aflétta viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi. Af hverju: Jú, það myndi styrkja efnahagslífið í ESB- ríkjunum í víruskreppunni.
Athyglisvert verður að fylgjast með viðbrögðum Rússa. Það er nefnilega útbreidd skoðun í Rússlandi að eftir allt saman hafi þvinganirnar orðið til góðs; fyrirtæki keppist við að framleiða vörur sem áður voru fluttar inn og gríðarleg gróska í tæknigeiranum sé efnahagsþvingununum að þakka.
Landbúnaður í Rússlandi hefur tekið stakkaskiptum og landið orðið stærsti hveitiútflytjandi heims, sjávarútvegur og fiskvinnsla blómgast sem aldrei fyrr og allt þetta þakka Rússar efnahagsþvingunum ESB og Bandaríkjanna.
Það er því spurning hvort Rússar þakki ekki bara pent fyrir sig núna.
Efnahagsþvinganir Vesturveldanna verða í sögunni dæmdar sem skelfilegt glappaskot, byggðar á mistúlkun á alþjóðalögum, lítilsvirðingu við lýðræðislegan sjálfsákvörðunarrétt almennings og blindu pólitísku ofstæki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: