Helgi Pétursson skrifar stutt en gott innlegg um brýnt mál, sem fær ekki hljómgrunn:
„Hvað líður umfjöllun fjölmiðla af öllu tagi um dýrasta land heims, spilltustu þjóð Evrópu sem ekki vill halda uppi vörnum gegn peningaþvætti og er því hengt upp á snúrur sér til háðungar? Þingið mun ekki lyfta litla putta, – þar er inni fólk sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, – hefur aldrei lenti í öðrum eins uppgripum, ferðalögum og flottheitum og ætlar aldrei að láta það af hendi. Flytja frumvörp um merarblóð, sameiningu sveitarfélaga, rafrænt ökuskírteini (brennivín í búðir, ef allt um þrýtur) og halda áfram að misnota allar sporslur sem hægt er. Ásmundur úti að aka.“