Gunnar Smári skrifar:
Icelandair er með rétt rúman helming af öllum ferðum um Keflavíkurflugvöll næstu fimm daga (50,8%) og WOW hefði átt 23,2%. Hlutdeild WOW er álíka stór og Easy Jet, Wizz air, Norwegian, SAS, British Airways, Finnair og Delta samanlagt. Icelandair var að hætta við fjölgun ferða í sumar vegna kyrrsetningar MAX-véla Boeing svo félagið er með bundnar hendur og á erfitt með að fjölga ferðum.
Easy Jet er þriðja stærsta flugfélagið í Keflavík, með 8,8% hlutdeild, suma daga meira að segja með helming af ferðum WOW. Wizz air hefur verið að fjölga ferðum á undanförnum mánuðum, á sama tíma og eigandi þess hefur fylgst náið með dauðastríði WOW, og er nú eins og hálft Easy Jet. En hvorki Easy Jet né Wizz munu fljúga milli Íslands og Ameríku, aðeins til Evrópu.
Amerísku flugfélögin eru aðeins með 2,0% hlutdeild. Það er því minni teygja þar, ólíklegra að önnur félög muni fylla upp í holuna eftir WOW, sérstaklega vegna MAX-vandræða Icelandair.