Úlfara Hauksson skrifar: Þessi frétt mun örugglega ekki fara hátt núna í upptakti Menningarnætur og maraþons. Engu að síður er þessi frétt ansi merkileg og stór í smæð sinni og vert að staldra aðeins við og velta þessu aðeins fyrir sér.
Hvaða afleiðingar mun þessi kvótasetning hafa þar sem völdum aðilum er úthlutað gæðum til að ráðstafa að vild? Nú vita allir – líkt og kemur fram í fréttinni – að hlýraveiðar eru ekki stundaðar sem slíkar heldur er hlýri meðafli sem slæðist með í veiðarfæri. Það er því vita vonlaust að stjórna því hvort hlýri komi á öngul eða í net.
Þessi kvótasetning mun hafa það í för með sér að þeir sem fá takamarkaða úthlutun vegna viðmiðurnaráranna munu fyrr eða síðar lenda í vandræðum. Þá er einungis tvennt í boði.
Að kaupa kvóta af kvótahöfum og gera má ráð fyrir því að hinar stærri útgerðir verði helst aflögufærar um hlýra. Hér er því um gríðarlega tilfærsu á gæðum að ræða, Nú hin leiðin – og sú auðveldari – er að henda hlýranum bara aftur í sjóinn!
Fyrirsögnin er Miðjunnar.