- Advertisement -

HELSTU STYRKÞEGAR RÍKISINS MEÐAL HINNA TEKJUHÆSTU

Fréttaskýring eftir Gunnar Smára: Skattabreytingar á nýfrjálshyggjutímanum þyngdu skattbyrði launafólks og einkum þeirra með lægstu tekjurnar. Þetta var gert til að létta sköttum af fólki með háar tekjur, einkum þau sem höfðu fjármagnstekjur; það er fjármagns- og fyrirtækjaeigendur. Þessi hópur naut auk þess lækkunar á tekjusköttum fyrirtækja (sem jók svigrúm til arðgreiðslna) og afnámi eignaskatta. Þessar skattabreytingar drógu því úr vörnum gegn afleiðingum af óréttlæti kapítalismans; skattkerfið hætti að virka sem vörn gegn því að hin ríku yrðu sífellt ríkari og aðrir ættu sífellt erfiðara með eignast nokkuð, ekki aðeins hin fátækustu heldur langt upp eftir millistéttinni.

Þessi þróun hefur átt sér víða um lönd, en hvergi af meiri offorsi en á Íslandi. Íslenskir hægrimenn, án virkrar andstöðu verkalýðshreyfingarinnar eða þeirra flokka sem eiga rætur í henni, náðu að umbreyta skattakerfinu hér á skömmum tíma og ýta undir auðsöfnun hinna fáu. Þetta var gert af sannfæringu um að aukin auður hinna fáu gætu orðið sterkt bakbein fyrir enn frekari samfélagsbreytingar; að sterkt auðvald myndi valta yfir veikt pólitískt vald, hrörnandi verkalýðshreyfingu og ófullburða stjórnsýslu.

Bylting hinna ríku

Þetta er bylting hinna ríku og hún stefnir hraðbyri að alræði auðvaldsins; að allar veigameiri ákvarðanir um samfélagsþróun séu teknar af auðvaldinu eða þeim sem þjóna hagsmunum þess. Við sjáum þetta í því að mál sem mikill meirihluti almennings er fylgjandi daga uppi; ný stjórnarskrá, efling opinberrar heilbrigðisþjónustu, kvótinn sem eign almennings, afnám skerðinga lífeyris, hækkun lægstu launa, öruggt húsnæði fyrir alla o.s.frv. Á meðan eru mál auðvaldsins afgreidd með hraði; lækkun veiðigjalda, vegagjöld og einkavæðing vegakerfisins, sala banka, veiking eftirlitsaðila, lækkun skatta á fyrirtækja- og fjármagnseigenda o.s.frv. Æ fleiri eru að vakna upp af martröðinni; almenningur er í raun valdalaus og undir því ástandi eru teknar ákvarðanir sem gera hann enn valdalausari og sveigja grunnkerfi samfélagsins frá hagsmunum venjulegs fólks. Að hagsmunum hinna ríku og valdamiklu.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Stundin birti fyrir helgi lista yfir 330 tekjuhæstu einstaklingana árið 2016, annars vegar launatekjur og hins vegar fjármagnstekjur. Þetta dugir til að bera saman skatta þessa fólks á Íslandi við þá skatta sem það hefði þurft að greiða ef við hefðum líkt skattkerfi og Danir.

Ríkramannaaðstoð Íslendinga

Til að sjá hvernig bylting hinna ríku hefur leikið ríkisreksturinn ættum við að gera kröfu um að fá blaðsíður fremst í fjárlögin, sem sýna styrki til auðugasta fólksins. Til dæmis með því að bera skattheimtuna hér við skattheimtu landa, sem gengu ekki jafn langt inn blindgötu nýfrjálshyggjunnar. Stundin birti fyrir helgi lista yfir 330 tekjuhæstu einstaklingana árið 2016, annars vegar launatekjur og hins vegar fjármagnstekjur. Þetta dugir til að bera saman skatta þessa fólks á Íslandi við þá skatta sem það hefði þurft að greiða ef við hefðum líkt skattkerfi og Danir. En aðeins varðandi tekjuskatt og fjármagnstekjuskatt. Miðað við þann samanburð gáfum við þessum 330 tekjuhæstu einstaklingunum 12.543 milljónir króna við skattlagningu vegna tekna fyrir árið 2016, 981 m.kr. vegna lægri tekjuskatts en 11.562 m.kr. vegna lægri fjármagnstekjuskatts. Þetta gera um 38 m.kr. á mann að meðaltali. Þau sem fengu mest að gjöf frá okkur fengu meira en meðal héraðsskóli. Samanlagt fékk þetta fólk um 36 prósent af því sem Tryggingastofnun greiddi til um 17.500 öryrkjum árið 2016. Ríkramannaaðstoð Íslendinga er lang umfangsmesta aðgerð stjórnvalda. Höfum í huga að hér er aðeins fjallað um 0,1 prósent hinna tekjumestu, topp af tilteknum ísjaka.

Bótaþegar nýfrjálshyggjunnar

Á þessum lista vantar margt af ríkustu Íslendingunum, þeirra sem hafa auðgast hratt eftir að eignaskattar voru aflagðir 2005. Þau sem eru á listanum er fólk sem hefur greitt sér mikinn arð, há laun eða selt eignir. Það er margt auðugt fólk sem á miklar eignir en tók sér minna en 5,2 m.kr. á mánuði í arð eða laun, en það voru mörkin til að ná inn fyrir 0,1 prósent hinna tekjuhæstu árið 2016, jafngildi 21faldum lágmarkslaunum þess tíma.

En ef við beitum danska skattkerfinu til samanburðar þá var stuðningur ríkissjóðs við hin tekjuhæstu þessi vegna tekna ársins 2016. Þetta eru hinir raunverulegu bótaþegar nýfrjálshyggjunnar:

STYRKUR RÍKISINS TIL HINNA 330 TEKJUHÆSTU

1. Sigurður Þ K Þorsteinsson: -700,6 m.kr.
2. María Bjarnadóttir: -695,4 m.kr.
3. Gísli J Friðjónsson: -625,0 m.kr.
4. Einar Friðrik Sigurðsson: -421,5 m.kr.
5. Katrín Þorvaldsdóttir: -398,7 m.kr.
6. Guðmundur Kristjánsson: -251,3 m.kr.
7. Ármann Einarsson: -175,0 m.kr.
8. Marta Árnadóttir: -163,9 m.kr.
9. Grímur Alfreð Garðarsson: -163,8 m.kr.
10. Guðrún Birna Leifsdóttir: -153,6 m.kr.

11. Brynjólfur Gunnar Halldórsson: -138,6 m.kr.
12. Benedikt Rúnar Steingrímsson: -121,9 m.kr.
13. Magnús Jóhannsson: -119,5 m.kr.
14. Kristín Fenger Vermundsdóttir: -117,3 m.kr.
15. Jón Sigurðsson: -116,5 m.kr.
16. Ari Fenger: -116,3 m.kr.
17. Hinrik Kristjánsson: -105,6 m.kr.
18. Henning Jóhannesson: -105,0 m.kr.
19. Eiríkur Ingvar Þorgeirsson: -96,0 m.kr.
20. Árni Pétur Jónsson: -93,2 m.kr.

21. Sigurjón Runólfsson: -92,0 m.kr.
22. Magnús Ólafsson: -91,3 m.kr.
23. Ragnheiður Runólfsdóttir : -91,0 m.kr.
24. Kristján Guðmundsson: -90,7 m.kr.
25. Jón Sigurður Pálsson: -89,6 m.kr.
26. Guðjón Vilbergsson: -77,3 m.kr.
27. Guðjón Hólm Guðjónsson: -73,1 m.kr.
28. Jóhannes Óskar Grettisson: -69,9 m.kr.
29. Halldóra Lilja Helgadóttir: -69,9 m.kr.
30. Ólafur Björnsson: -69,4 m.kr.

31. Matthías Guðmundsson: -67,7 m.kr.
32. Helga S. Guðmundsdóttir: -66,5 m.kr.
33. Sigríður Matthíasdóttir: -65,3 m.kr.
34. Jón Halldórsson: -60,9 m.kr.
35. Birgir Örn Birgisson: -59,3 m.kr.
36. Friðrik Örn Haraldsson: -58,8 m.kr.
37. Kári Jónsson: -58,2 m.kr.
38. Ómar Ásgeirsson: -57,5 m.kr.
39. Þorsteinn Már Baldvinsson: -56,6 m.kr.
40. Dagur Brynjólfsson: -54,8 m.kr.

41. Guðni Már Brynjólfsson: -54,7 m.kr.
42. Laufey Jóhannesdóttir: -54,6 m.kr.
43. Baldur Björnsson: -52,6 m.kr.
44. Anna Guðný Hermannsdóttir: -52,2 m.kr.
45. Grímur Karl Sæmundsen: -51,7 m.kr.
46. Páll Guðmundsson: -51,5 m.kr.
47. Guðrún Helga Lárusdóttir: -49,0 m.kr.
48. Októ Einarsson: -48,7 m.kr.
49. Andri Þór Guðmundsson: -48,6 m.kr.
50. Eggert Árni Gíslason: -48,2 m.kr.

51. Freyr Steinar Gunnlaugsson: -48,1 m.kr.
52. Margrét Ásgeirsdóttir: -46,9 m.kr.
53. Kristinn Ágústsson: -46,6 m.kr.
54. Poul Janen: -45,1 m.kr.
55. Jón Helgi Guðmundsson: -44,7 m.kr.
56. Elín Thorarensen: -43,7 m.kr.
57. Egill Fannar Reynisson: -42,5 m.kr.
58. Kristján Loftsson: -41,6 m.kr.
59. Haraldur Líndal Haraldsson: -41,6 m.kr.
60. Guðbjörg Hanna Gylfadóttir: -39,4 m.kr.

61. Guðrún Ýrr Tómasdóttir: -38,6 m.kr.
62. Elmar Freyr Jensen: -38,6 m.kr.
63. Magnús Kristinn Ingason: -37,9 m.kr.
64. Kristján V. Vilhelmsson: -37,8 m.kr.
65. Skúli Jóhannesson: -37,5 m.kr.
66. Valur Ragnarsson: -36,9 m.kr.
67. Stefán Friðfinnsson: -36,7 m.kr.
68. Óðinn Eymundsson: -36,6 m.kr.
69. Benedikt Sveinsson: -36,5 m.kr.
70. Kristþór Gunnarsson: -36,3 m.kr.

71. Arnór Víkingsson: -36,1 m.kr.
72. Bert Martin Hanson: -36,0 m.kr.
73. Sigurður Reynir Harðarson: -35,2 m.kr.
74. Gísli Már Vilhjálmsson: -35,2 m.kr.
75. Hannes Hilmarsson: -35,0 m.kr.
76. Gunnar Ásgeirsson: -33,8 m.kr.
77. Bjarni Þór Óskarsson: -33,6 m.kr.
78. Ársæll Hafsteinsson: -33,5 m.kr.
79. Benedikt Stefánsson: -33,5 m.kr.
80. Ingvaldur Ásgeirsson: -33,1 m.kr.

81. Ingólfur Arnarsson: -33,0 m.kr.
82. Guðmundur Ásgeirsson: -32,9 m.kr.
83. Stefán Arnarson: -32,8 m.kr.
84. Björg Ólafsdóttir: -32,7 m.kr.
85. Halldór Halldórsson: -32,7 m.kr.
86. Birna Loftsdóttir: -32,7 m.kr.
87. Guðmundur Guðlaugur Gunnarsson: -32,6 m.kr.
88. Erlingur Arnarson: -32,4 m.kr.
89. Árni Eyfjörð Halldórsson: -32,2 m.kr.
90. Hafþór Þórisson: -32,0 m.kr.

91. Sigurvin Breiðfjörð Guðfinnsson: -31,8 m.kr.
92. Örn Arnarson: -31,7 m.kr.
93. Þórunn Þorvaldsdóttir: -31,4 m.kr.
94. Stefán Garðar Níelsson: -29,6 m.kr.
95. Helgi Vilhjálmsson: -29,5 m.kr.
96. Kristján Benoni Kristjánsson: -29,5 m.kr.
97. Símon Sigurður Sigurpálsson: -29,4 m.kr.
98. Vilhelm Róbert Wessman: -29,3 m.kr.
99. Bjarni Skarphéðinn G. Bjarnason: -29,1 m.kr.
100. Guðmundur Marteinsson: -29,0 m.kr.

101. Skúli Gunnar Sigfússon: -28,8 m.kr.
102. Kristinn Bjarnason: -28,7 m.kr.
103. Helgi Magnússon: -28,6 m.kr.
104. Kristinn Reynir Gunnarsson: -28,2 m.kr.
105. Hjörleifur Finnsson: -28,0 m.kr.
106. Högni Pétur Sigurðsson: -27,5 m.kr.
107. Aðalsteinn Karlsson: -27,2 m.kr.
108. Geir Gunnar Geirsson: -27,1 m.kr.
109. Sigurður G. Hilmarsson: -27,1 m.kr.
110. Aðalsteinn Helgason: -27,1 m.kr.

111. Úlfar Schaarup Hinriksson: -27,1 m.kr.
112. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir: -26,9 m.kr.
113. Guðmundur Arason: -26,5 m.kr.
114. Páll Lárus Sigurjónsson: -26,3 m.kr.
115. Arnar Þórisson: -26,2 m.kr.
116. Sigurður Elías Guðmundsson: -26,1 m.kr.
117. Þórir Kjartansson: -25,9 m.kr.
118. Jóhannes G. Henningsson: -25,7 m.kr.
119. Valdimar Bergstað: -25,7 m.kr.
120. Einar Þór Magnússon: -25,6 m.kr.

121. Pratik Kumar: -25,6 m.kr.
122. Þórður Sverrisson: -25,5 m.kr.
123. Aðalsteinn Egill Jónasson: -25,1 m.kr.
124. Guðjón Rúnarsson: -25,1 m.kr.
125. Rut Ásgeirsdóttir: -24,7 m.kr.
126. Þórður Óskarsson: -24,7 m.kr.
127. Sveinn Logi Sölvason: -24,6 m.kr.
128. Stefán Þór Benediktsson: -24,6 m.kr.
129. Jóhann Halldórsson: -24,5 m.kr.
130. Gréta Björg Egilsdóttir: -24,3 m.kr.

131. Bjarni Hafþór Helgason: -24,3 m.kr.
132. Hörður Kristjánsson: -24,2 m.kr.
133. Jón Gunnar Jónsson: -24,1 m.kr.
134. Ingólfur Ásgrímsson: -23,8 m.kr.
135. Erla Björg Guðrúnardóttir: -23,7 m.kr.
136. Markús Guðmundsson: -23,7 m.kr.
137. Sigurður Hrafn Kiernan: -23,4 m.kr.
138. Ingunn Sigurðardóttir: -23,2 m.kr.
139. Jón Thors: -23,1 m.kr.
140. Guðbjartur Örn Einarsdóttir: -22,9 m.kr.

141. Valþór Þorgeirsdóttir: -22,8 m.kr.
142. Magnús R. Jónsson: -22,7 m.kr.
143. Finnur Árnason: -22,7 m.kr.
144. Sturla Orri Arinbjarnarson: -22,5 m.kr.
145. Óskar Eyjólfsson: -22,4 m.kr.
146. Birgir Sigurðsson: -22,1 m.kr.
147. Matthías Kjeld: -22,1 m.kr.
148. Egill Ágústsson: -22,0 m.kr.
149. Símon Ragnarsson: -22,0 m.kr.
150. Guðmundur B. Gunnarsson: -21,8 m.kr.

151. Össur Kristinsson: -21,8 m.kr.
152. Gylfi Gíslason: -21,7 m.kr.
153. Bergljót Ingólfsdóttir: -21,6 m.kr.
154. Guðmundur Aðalsteinsson: -21,4 m.kr.
155. Guðrún Arnfinnsdóttir: -21,4 m.kr.
156. Elín Ólafsdóttir: -21,4 m.kr.
157. Georg Mikaelsson: -21,4 m.kr.
158. Gísli Viðar Guðlaugsson: -21,3 m.kr.
159. Sigurður Matthíasson: -21,1 m.kr.
160. Aðalbjörg Jakobsdóttir: -21,0 m.kr.

161. Gunnar I. Hafsteinsdóttir: -21,0 m.kr.
162. Hreggviður Jónsson: -20,9 m.kr.
163. Guðmunda Inga Veturliðadóttir: -20,9 m.kr.
164. Guðmundur Gauti Reynisson: -20,6 m.kr.
165. Bjarni Theódór Bjarnason: -19,7 m.kr.
166. Finnur Reyr Stefánsson: -19,6 m.kr.
167. Bergþóra Karen Ketilsdóttir: -19,5 m.kr.
168. Gunnar Þór Benjamínsson: -19,4 m.kr.
169. Stefán Ágúst Magnússon: -19,4 m.kr.
170. Bjarni Þorvarður Ákason: -19,3 m.kr.

171. Finnur Geirsson: -19,2 m.kr.
172. Kristján E. Gunnarsson: -19,0 m.kr.
173. Erlingur Kristinn Guðmundsson: -18,8 m.kr.
174. Jóhanns Halldóra Sigurðardóttir: -18,8 m.kr.
175. Aðalsteinn Valdimarsson: -18,7 m.kr.
176. Herdís Hallmarsdóttir: -18,7 m.kr.
177. Birgir Össurarson: -18,6 m.kr.
178. Leifur Örn Svavarsson: -18,6 m.kr.
179. Jón Pálmason: -18,5 m.kr.
180. Þórður Magnússon: -18,5 m.kr.

181. Jóhann Ólafur Jónsson: -18,4 m.kr.
182. Áslaug Geirsdóttir: -18,4 m.kr.
183. Ólafur Skúli Indriðason: -18,4 m.kr.
184. Kristín Geirsdóttir: -18,4 m.kr.
185. Sigríður Vilhjálmsdóttir: -18,4 m.kr.
186. Árni Ingi Stefánsson: -18,4 m.kr.
187. Magnús Guðjónsson: -18,3 m.kr.
188. Kristján Gunnar Ríkharðsson: -18,2 m.kr.
189. Guðbjörg M. Matthíasdóttir: -18,2 m.kr.
190. Benedikts Einarsson: -18,1 m.kr.

191. Davíð Freyr Albertsson: -17,9 m.kr.
192. Jóhannes Rúnar Jóhannsson: -17,9 m.kr.
193. Sverrir Sverrisson: -17,8 m.kr.
194. Hjörtur Ingþórsson: -17,7 m.kr.
195. Guðmundur Sveinn Sveinsson: -17,7 m.kr.
196. Friðrik Skúlason: -17,6 m.kr.
197. Halldór Kristjánsson: -17,6 m.kr.
198. Kristján Einarsson: -17,6 m.kr.
199. Birgir Þórarinsson: -17,5 m.kr.
200. Hólmgeir Guðmundsson: -17,5 m.kr.

201. Þórólfur Gíslason: -17,5 m.kr.
202. Ásgeir Kristjánsson: -17,4 m.kr.
203. Sigurjón Rúnar Rafnsson: -17,3 m.kr.
204. Ásta Þórný Hannesdóttir: -17,2 m.kr.
205. Friðrik Guðmundsson: -17,1 m.kr.
206. Erlingur Bjartur Oddsson: -16,9 m.kr.
207. Snorri Hauksson: -16,8 m.kr.
208. Steingrímur Magnússon: -16,8 m.kr.
209. Jón Rúnar Jónsson: -16,8 m.kr.
210. Sæmundur Ágústsson: -16,8 m.kr.

211. Sigsteinn Páll Grétarsson: -16,7 m.kr.
212. Sveinn Björnsson: -16,6 m.kr.
213. Sigurður Axel Benediktsson: -16,4 m.kr.
214. Friðrik Steinn Kristjánsson: -16,4 m.kr.
215. Frosti Sigurjónsson: -16,4 m.kr.
216. Snorri Hafsteinn Þorkelsson: -16,3 m.kr.
217. Olga Perla Nielsen Egilsdóttir: -16,3 m.kr.
218. Margrét Scheving Thorsteinsson: -16,2 m.kr.
219. Óttar Pálsson: -16,1 m.kr.
220. Gunnar Halldór Sverrisson: -16,0 m.kr.

221. Vigfús Vigfússon: -15,9 m.kr.
222. Elísabet G. Hermannsdóttir: -15,9 m.kr.
223. Albert Þór Magnússon: -15,9 m.kr.
224. Bárður Hreinn Tryggvason: -15,8 m.kr.
225. Vilbergur Flóvent Sverrisson: -15,8 m.kr.
226. Ingi Jóhann Guðmundsson: -15,7 m.kr.
227. Þorbergur Guðmundsson: -15,6 m.kr.
228. Þorsteinn Kristjánsson: -15,6 m.kr.
229. Páll Karlsson: -15,6 m.kr.
230. Sigmundur Unnar Traustason: -15,6 m.kr.

231. Ásgeir Bolli Kristinsson: -15,5 m.kr.
232. Bergþór Jónsson: -15,5 m.kr.
233. Kjartan Haukur Eggertsson: -15,5 m.kr.
234. Jörgen Jörgensen: -15,3 m.kr.
235. Óttar Magnús G. Yngvason: -15,3 m.kr.
236. Jón Gunnarsson: -15,2 m.kr.
237. Sigurbjörg Snorradóttir: -15,1 m.kr.
238. Sigurður R. Gíslason: -15,1 m.kr.
239. Birgir Ómar Halldórsson: -15,0 m.kr.
240. Jón Ólafsson: -14,9 m.kr.

241. Sveinn Kári Valdimarsson: -14,9 m.kr.
242. Arngrímur Brynjólfsson: -14,8 m.kr.
243. Pétur Þór Halldórsson: -14,7 m.kr.
244. Kristján Óskarsson: -14,6 m.kr.
245. Erlendur Magnússon: -14,6 m.kr.
246. Paul David Copley: -14,6 m.kr.
247. Örn Thorstensen: -14,6 m.kr.
248. Haukur Guðmundsson: -14,6 m.kr.
249. Sigfús Þór Elíasson: -14,5 m.kr.
250. Kjartan Snorrason: -14,5 m.kr.

251. Magnús Haukur Magnússon: -14,5 m.kr.
252. Hlynur Jónsson: -14,5 m.kr.
253. Árni Ármann Árnason: -14,3 m.kr.
254. Brandur Steinar Guðmundsson: -14,2 m.kr.
255. Linda Björk Ólafsdóttir: -14,2 m.kr.
256. Ingvar Hafsteinsson: -14,2 m.kr.
257. Birgir Snorrason: -14,2 m.kr.
258. Guðni Kristjánsson: -13,9 m.kr.
259. Hallgrímur T. Ragnarsson: -13,8 m.kr.
260. Ingi Friðbjörnsson: -13,8 m.kr.

261. Gestur Geirsson: -13,8 m.kr.
262. Anna Guðmundsdóttir: -13,7 m.kr.
263. Bjarki Borgdal Magnússon: -13,7 m.kr.
264. Kristján Kjartansson: -13,6 m.kr.
265. Hafdís Jónsdóttir: -13,5 m.kr.
266. Hilmar Ágústsson: -13,5 m.kr.
267. Gylfi Viðar Guðmundsson: -13,5 m.kr.
268. Jón Snorrason: -13,4 m.kr.
269. Sigursteinn Ingvarsson: -13,4 m.kr.
270. Hrólfur Einarsson: -13,4 m.kr.

271. Atli Freyr Sveinsson: -13,4 m.kr.
272. Jón Eiríksson: -13,4 m.kr.
273. Hjalti Jónsson: -13,3 m.kr.
274. Skúli Ferdinandsson: -13,3 m.kr.
275. Ingimar Magnússon: -13,2 m.kr.
276. Óli Þór Barðdal: -13,1 m.kr.
277. Sigurður Óli Sumarliðason: -13,1 m.kr.
278. Hilmar Þór Kristinsson: -13,1 m.kr.
279. Antoníus Þorvaldur Sverrisson: -13,0 m.kr.
280. Lárus Guðbjartsson: -13,0 m.kr.

281. Ólafur Vilhjálmsson: -13,0 m.kr.
282. Alfreð Frosti Hjaltalín: -13,0 m.kr.
283. Sigurður Halldórsson: -13,0 m.kr.
284. Guðrún Björg Guðmundsdóttir: -13,0 m.kr.
285. Einfríður Árnadóttir: -12,9 m.kr.
286. Halldór Guðmundsson: -12,9 m.kr.
287. Arnþór Pálsson: -12,8 m.kr.
288. Reimar Snæfells Pétursson: -12,6 m.kr.
289. Magnús Bogi Pétursson: -12,6 m.kr.
290. Margrét Guðmundsdóttir: -12,6 m.kr.

291. Steinar Bragi Sigurðsson: -12,5 m.kr.
292. Tómas Már Sigurðsson: -12,3 m.kr.
293. Páll Harðarson: -12,3 m.kr.
294. Liv Bergþórsdóttir: -12,1 m.kr.
295. Sigríður Bára Hermannsdóttir: -12,1 m.kr.
296. Ólafur Johnson: -12,1 m.kr.
297. Knútur Grétar Hauksson: -11,8 m.kr.
298. Ari Edwald: -11,7 m.kr.
299. Sigþór Einarsson: -11,6 m.kr.
300. Árni Oddur Þórðarson: -11,6 m.kr.

301. Fjölnir Torfason: -11,6 m.kr.
302. Björgólfur Jóhannsson: -11,5 m.kr.
303. Sigurður Guðni Guðjónsson: -11,5 m.kr.
304. Geir Valur Ágústsson: -11,3 m.kr.
305. Guðmundur Huginn Guðmundsson: -11,1 m.kr.
306. Ingólfur Hauksson: -11,1 m.kr.
307. Kári Stefánsson: -11,1 m.kr.
308. Kolbeinn Árnason: -11,1 m.kr.
309. Ingólfur Örn Guðmundsson: -10,7 m.kr.
310. Magnús Harðarson: -10,6 m.kr.

311. Jóakim Hlynur Reynisson: -10,0 m.kr.
312. Christopher M. Perrin: -9,9 m.kr.
313. Snorri Arnar Viðarsson: -9,6 m.kr.
314. Magnús Magnússon: -9,5 m.kr.
315. Sigurður Arnar Jónsson: -9,2 m.kr.
316. Rannveig Rist: -9,2 m.kr.
317. Jakob Már Ásmundsson: -9,1 m.kr.
318. Ragnar Björgvinsson: -9,1 m.kr.
319. Halldór Hróarr Sigurðsson: -9,0 m.kr.
320. Árni Harðarson: -9,0 m.kr.

321. Gylfi Sigfússon: -9,0 m.kr.
322. Magnús Jaroslav Magnússon: -8,9 m.kr.
323. Guðlaugur Jónsson: -8,7 m.kr.
324. Halldór Bjarkar Lúðvígsson: -8,5 m.kr.
325. Guðmundur Ósvaldsson: -8,5 m.kr.
326. Magnús Hauksson: -8,5 m.kr.
327. Valur Valsson: -8,4 m.kr.
328. Sólveig Guðrún Pétursdóttir: -7,9 m.kr.
329. Jóhann Jón Þórisson: -7,8 m.kr.
330. Michael Wheeler: -7,7 m.kr.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: