Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar:
Fyrir nokkrum árum kom fram að helmingur félagsmanna Eflingar væri á leigumarkaði en þar ríkir nú stjórnlaust ástand sem étur upp kaupgetu láglaunafólks ásamt óðaverðbólgu. Ef þessi framfærsluuppbót Eflingar fyrir höfuðborgarsvæðið var svona óviðeigandi ættu ríki og borg kannski að bregðast við með skjaldborg um leigjendur og leggja sitt að mörkum til að leysa málið. Það er óboðlegt að allt málsmetandi fólk sé dregið á flot í umræðunni til að rassskella þetta verkalýðsfélag lægstlaunaðasta fólksins. Halldór Benjamín er svo hrokafullur, yfirgengilegur og frekur að ég er farin að elska Eflingu.