Katrín og Helgi Seljan.

Mannlíf

Helgi Seljan og Katrín Rut innsigluðu 14 ára gamla ást

By Ritstjórn

June 24, 2022

Helgi Selj­an rann­sókn­ar­rit­stjóri Stund­ar­inn­ar og Katrín Rut Bessa­dótt­ir verk­efna­stjóri í Há­skól­an­um í Reykja­vík eru nú orðinhjón.

Þau létu pússa sig sam­an hjá Sýslu­manni; fögnuðu síðan með vin­um og fjöl­skyldu.

Helgi og Katrín hafa verið lengi saman; rúm­lega 14 ár; þegar þau létu loksins til skarar skríða og giftust hvort öðru.

Gamla góða ástin – gamli góði Amor – leiddi þau sam­an í gegn­um blaðamennsku; en á tímabili unnu þau bæði á DV.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar; hjónin hafa eign­ast þrjú börn, og farið kampakát í gegn­um lífið sam­an.

Miðjan sendir nýbökuðu hjónunum sínar bestu kveðjur.