Hér var þeim nöfnum Katrínu Jakobsdóttur og Katrínu Júlíusdóttur ruglað saman. Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Nokkuð merkilegt samskipti voru á milli Helga Hrafns Gunnarssonar og Steingríms J. Sigfússonar. Helgi Hrafn baðst afsökunar á að hafa sagt „hroðbrjótur“ en hann var ekki fyrstur til þess. Það hafði Katrín Jakobsdóttir gert áður. Steingrímur J. heyrði ekki hvað Helgi Hrafn sagði.
Skiptum yfir á Alþingi:
Helgi Hrafn: „Ef forseti telur tilefni til býð ég mig fram í samtal um samskipti okkar áðan en ég tel ágætt að við ræðum það bara utan þingsalarins, enda ekki ástæða til að ræða það hér fyrir framan alla aðra. Aftur á móti notaði ég orð hér áðan í svokölluðum hita leiksins, orð sem fyrst var notað af þáverandi háttvirtum þingmanni Katrínu Júlíusdóttur um málflutning þáverandi hæstv. utanríkisráðherra sem í dag er háttvirtur þingmaður Gunnar Bragi Sveinsson þegar hann fjallaði um Evrópusambandið en hún notaði orðið „hroðbjóður“ um það mál. Við uppflettingu mína á netinu sést að ég var sem sé ekki fyrstur þingmanna til að nota þetta orð. Ég sé ekki í gögnum þingsins að gerð hafi verið athugasemd við notkun orðsins í þá daga og ég varð ekki var við athugasemd við notkun orðsins nú áðan. En mér líður sjálfum illa með að hafa notað það. Ég vil því biðjast velvirðingar á því og mun forðast að gera það í framtíðinni.“
Steingrímur J.:
„Forseti þakkar háttvirtum þingmanni fyrir þetta og verður að játa að hann heyrði orðið ekki nógu vel til að gera sér virkilega grein fyrir hvað var sagt en framandlega lét það í eyrum.“