- Advertisement -

Helgi Hrafn: Leiðindin eina vopnið

 

Stjórnmál Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur þrjár breytingar á þingsköpum Alþingis brýnar. Hann er ekki sammála Bjarna Benediktssyni um hvað þurfi að gera til að gera störf Alþingis markvissari. Helgi Hrafn var gestur í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í gær.

„Fólk misgreinir vandann eða kemur með rangar lausnir. Ég held ekki að sé rétt að það þurfi að skipta út fólki eða menningu á Alþingi. Vandinn er kerfið sem við vinnum eftir. Þar á meðal stjórnarskráin. Ég held að Bjarni greini vandann rétt, það er að segja að þingsköp eru þannig að það eina sem minnihlutinn hefur til að koma einhverjum málum fram, eða stöðva mjög umdeild mál, er að vera með leiðindi. Jafnvel ofboðsleg leiðindi. Lausn Bjarna er röng. Lausnin hans er að takmarka ræðutíma og gefa forseta þingsins einn meira vald. Þá er gott að nefna að forestinn er svo gott sem alvaldur á þinginu. Hann er að auki annar þingmaður Norðvesturkjördæmi fyrir Sjáflstæðisflokkinn, hann er í meirihlutanum, hann stjórnar dagskránni og hann stjórnar umræðunum. Hann tekur einnig ákvarðanir um hvaða mál eru þingtæk og svo framvegis,“ sagði Helgi Hrafn í Sprengisandi í gær. Þar sagði hann einnig vanda vera þann að minnihultinn á Alþingi hafa engin tól til að komast að.

Meirihlutinn fer með 100 prósent vald

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Minnihlutinn er ekki núll prósent af Alþingi, hann er 40 prósent af Alþingi. Meirihlutinn er 60 prósent. Ef valdið skiptist þannig væri þetta ekki vandamál. Vandinn er sá að meirihlutinn, samsteypan sem er ríkisstjórnin, fer með 100 prósent vald á þinginu. Þegar svo er er engin tól eftir fyrir minnihlutann en fjárans leiðindi.“

Það á að vera togstreita milli þings og ríkisstjórnar

Helgi Hrafn sagði að það þurfi að efla minnihlutann og það með lýðræðislegum hætti. Hann nefndi að sem hann kallar einfaldar leiðir til að gera þetta. Til dæmis að þjóðin geti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur um einstaka mál, eins að til dæmis þriðjungur þingmanna geti kallað fram þjóðaratkvæðagreisðlur og svo að þeir þingmenn sem verða ráðherra afsali sér þingmennsku og þannig verði framkvæmdavaldið aðskilið frá löggjafavaldinu og þá um leið að ráðherra sæki ekki þingflokksfundi í sínum flokkum.

„Í reynd er framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið ekki aðskilið. Einsog þetta er núna eru þingflokkarnir hluti af framkvæmavaldinu og það er ekki eðlilegt. Það á að vera togstreita milli ríksisstjórnar og Alþingis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: