- Advertisement -

Helga Vala segir Pál bulla

„Það er nú fyndið að heyra Pál Magnússon segjast ekki hafa fengið tækifæri til að halda ræðu í máli um kosningarétt í þinginu,“ skrifar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, eftir að hún hlustaði á Vikulokin í morgun, þar sem Páll Magnússon Sjálfstæðisflokk var meðal gesta.

„Fyrstu umræðu var lokið án þess að hann tæki þátt þó að hann hefði fullt tækifæri til að setja sig á mælendaskrá. Annarri umræðu lauk án þess að hann eða Bryndís Haraldsdóttir sem hann vísaði líka til settu sig á mælendaskrá en þau höfðu til þess fullan rétt, val en voru bara líklega ekkert á staðnum þegar málið var til umræðu. Að tala um að hafa ekki fengið tækifæri til að tjá sig er því algjört bull. Þau þurftu einfaldlega að setja sig á mælendaskrá þarna eins og í öðrum málum og þá þarf jú að vera í vinnunni þegar málið er á dagskrá. Þannig ganga jú störfin á þinginu fyrir sig og það vita þau… held ég.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: