- Advertisement -

Helga Vala fer gegn Davíð Oddssyni

Helga Vala fer gegn Davið Oddssyni

Helga Vala Helgadóttir skrifar grein á leiðarsíðu Moggans. Það er ekkert nýtt. Í dag beinir hún spjótum sínum af afli að ritstjóranum Davíð Oddssyni. Og dregur hvergi af sér.

„Fjöl­miðlar eru afar mik­il­væg­ir í lýðræðis­legri umræðu. Vönduð fjöl­miðlaum­fjöll­un er hvort tveggja upp­lýs­andi sem og hug­vekj­andi en að sama skapi get­ur óvönduð fjöl­miðlaum­fjöll­un bein­lín­is verið meiðandi og af­vega­leiðandi,“ þannig byrja skrif Helgu Völu. Róleg upphitun. Svo kemur það:

„Höf­und­ur einn, sem ít­rekað rit­ar í Morg­un­blaðið, ger­ist iðulega sek­ur um rökþurrð og af­vega­leiðslu í skrif­um sín­um. Slík er ásókn hans í stund­ar­at­hygli, enda gleymd­ur mörg­um, að hann ger­ir allt sem hann get­ur til að kasta fram sora huga síns bara til að vekja umræðu og fá þá at­hygli sem hann þráir mest af öllu. Sneypt­ur var hann send­ur í út­legð frá op­in­ber­um störf­um eft­ir af­glöp sín í Seðlabanka Íslands. En sæ­greif­ar, sem byggja auð sinn á sam­eig­in­leg­um auðlind­um þjóðar­inn­ar, réðu hann til starfa svo hann fær að rita mola er kall­ast Stakstein­ar.“

Í stein­um gær­dags­ins op­in­ber­ast þekk­ing­ar­leysi höf­und­ar á bar­áttu svarts fólks í Banda­ríkj­un­um.

Þarna var heldur betur fast skotið. Ekki linar Helga Vala tökin:

„Í stein­um gær­dags­ins op­in­ber­ast þekk­ing­ar­leysi höf­und­ar á bar­áttu svarts fólks í Banda­ríkj­un­um. Vit­inu virðist naumt skammtað þar sem gert er lítið úr mót­mæl­um þar í landi sem og á fjöl­menn­um sam­stöðumót­mæl­um á Aust­ur­velli. Höf­und­ur skil­ur yf­ir­leitt ekki mót­mæli, og alls ekki að þau mót­mæli sem nú eiga sér stað vegna morðs lög­reglu­manns á George Floyd snú­ast um annað og meira en það ein­staka morð. Höf­und­ur hefði bet­ur spurt ein­hverja af þeim af­bragðsblaðamönn­um er starfa á Morg­un­blaðinu svo hann yrði sér ekki til háðung­ar en því miður valdi hann í staðinn að ausa út fá­fræði sinni í stein­um blaðsins.“

Næst er Davíð tekinn í kennslustund:

„Mót­mæl­in, og sam­stöðumót­mæl­in sem breiðast nú út um heim­inn, eru vegna of­beld­is, ras­isma og mis­rétt­is gagn­vart mörg­um kyn­slóðum svartra íbúa lands­ins. Ræt­urn­ar liggja í margít­rekuðu of­beldi lög­regl­unn­ar gagn­vart svörtu fólki í Banda­ríkj­un­um. Þannig er svart fólk þre­falt lík­legra til að láta lífið af völd­um lög­reglu en hvítt fólk þrátt fyr­ir að vera aðeins um 13 pró­sent íbúa. Þá verður að hafa í huga að um­tals­vert fleira svart fólk er drepið af lög­reglu þar í landi fyr­ir það eitt að vera á röng­um tíma á vegi lög­regl­unn­ar en nærri fimm­falt fleiri eru drep­in af lög­reglu þar sem þau eru óvopnuð á ferð. Þess vegna er mót­mælt.“

Helga Vala heldur áfram:

„Stakstein­ar Morg­un­blaðsins voru í eina tíð hvöss lína flokkseig­enda­fé­lags Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þeir voru ekki endi­lega sann­leik­s­elsk­andi eða rétt­sýn­ir enda fyrst og fremst póli­tísk­ur og oft ósvíf­inn vönd­ur flokks­ins og því skemmti­efni þeim sem hafa gam­an af póli­tísk­um dansi. Það er liðin tíð.

Í dag birt­ast stein­arn­ir okk­ur sem aum­ur þráður til að dreifa þröng­sýn­um, hat­urs­full­um og and­styggi­leg­um skoðunum ör­vænt­ing­ar­fulls fyrr­ver­andi valda­manns sem neit­ar að sætta sig við að hans tími er löngu liðinn. Von­andi nær hann að lifa bjart­ari tíma en þann sem hann nú lif­ir. Bit­ur­leik­inn er aldrei góður ferðafé­lagi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: