Helga þakkar Loga fyrir: „Þú mátt vera sáttur kæri vinur – bjargaðir flokknum“
Eins og fram hefur komið hér á Miðjunni hefur Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar ákveðið að stíga niður úr stól formanns í haust.
Talið er líklegast að Kristrún Frostadóttir taki við keflinu af Loga, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er einnig orðaður við framboð.
Margir senda Loga fallegar kveðjur á Facebook-síðu sinni – þar á meðal þingkonan skelegga, Helga Vala Helgadóttir – og hljómar kveðja hennar þannig:
„Já, þú mátt sko vera sáttur kæri vinur. Það var þarna haustið 2017 sem skyndilega var boðað til kosninga. Þá um vorið hafði ég tekið þá ákvörðun að byrja aftur að starfa í grasrót Samfylkingarinnar enda leist mér vel á nýja formanninn.
Óhefðbundinn og hlýr, listrænn kall sem hugsar út fyrir boxið. Þá hvarflaði ekki að mér að hálfu ári seinna yrðum við orðnir vinnufélagar og síðar vinir, enda ég ekki á leið í pólitik.
Logi bjargaði flokknum á sínum tíma þegar flokkurinn missti þingmenn Reykjavíkur og Kragans á einu bretti og má vera stoltur af sínum störfum.
Hlakka til að vinna með þér áfram í frelsinu kæri Logi. Njóttu sumars.“