Fréttir

Helga Braga: „Af hverju þarf að drepa og jafnvel taka mynd af sér með líkinu?“

By Ritstjórn

June 02, 2022

Leikkonan ástsæla Helga Braga er yfir sig sorgmædd yfir þeirri ásókn íslenskra veiðimanna í að skjóta hreindýr hér á landi. Og hún er brjáluð yfir því að eftir veiðina séu veiðimennirnir að stilla sér upp í myndatöku með bráðinni.

Helga tístar um málið og hefur vakið hörð viðbrögð með skrifum sínum á Twitter:

„Ég skil ekki þessa hreindýraveiði, afhverju þarf að drepa þessi fallegu, blásaklausu dýr og jafnvel taka mynd af sér með líkinu af þeim!“

Flestir þeir sem blanda sér í umræðuna virðast á bandi leikkonunnar á meðan sumir verja veiði á hreindýrum, oftast með þeim rökum að halda þurfi stofninum í skefjum. Hulda nokkur gefur lítið fyrir þau rök. „Nákvæmlega. Algjört ógeð. Svo eru rökin hjá kallaköllunum: tja það þarf nú að hafa hemil á stofninum. Hvað, taka annars hreindýr yfir Ísland?,“ spyr hún.

Fjölmðilakonan Erna Ýr Öldudóttir segir hins vegar málið afar einfalt. „Við erum ofar í fæðukeðjunni,“ bendir Erna á.

Sigurður Viktor Úlfarsson virðist ekki bara á móti hreindýraveiðum. „Fólk borðar þó amk hreindýrin, öfugt við laxinn sem fólk pönkast í og segir síðan bara „djók“ og sleppir honum. Gat það ekki bara látið hann vera, ef það átti aldrei að veiða hann?,“ spyr Sigurður.