- Advertisement -

Heldur varnarlína VG leiftursókn Sjálfstæðisflokks í bankasölumálinu?

„En eins og þetta hefur horft við mér og minni hreyfingu, því að hann kallar eftir afstöðu okkar, þá höfum við markað okkur stefnu hvað varðar málefni fjármálakerfisins. Við höfum lagt ríka áherslu á það að varnarlínan verði dregin um fjárfestingarbankastarfsemi eins og það frumvarp sem nú er til þinglegrar meðferðar gerir ráð fyrir og ég vonast til að Alþingi muni ljúka afgreiðslu þess,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í gær.

„Við höfum enn fremur markað okkur stefnu um að Landsbanki Íslands skuli áfram vera í eigu þjóðarinnar, í eigu ríkisins, og þá áherslu má sjá endurspeglast í endurskoðaðri eigendastefnu ríkisins og við teljum það geta verið skynsamlegt að selja hlut í Íslandsbanka svo fremi sem það sé gert með þessum opna og gagnsæja hætti eins og hér er lagt til og þar sé fyllsta jafnræðis gætt.“

Til stendur að selja vanskilalán Íslandsbanka. Sem getur hert mjög að þeim sem hafa þurft að frysta lánaafborganir vegna þrenginganna í samfélaginu. „Væntanlega eru þessi vanskilalán hluti af lánabók bankans. Það kann að vera að Bankasýsla ríkisins, og ég fylgist ekki nákvæmlega með daglegri starfsemi hennar, telji að æskilegt sé að selja þetta með einhverjum sérstökum hætti. Það er ekki hluti af greinargerð hæstvirts fjármálaráðherra sem fór til nefndarinnar. Þetta eru viðbótarupplýsingar,“ sagði Katrín þegar hún stóð í ræðustól Alþingis og fékk þar viðbótarupplýsingar beint í æð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: