Heldur Björt framtíð skilorðið
- baklandið getur brostið hvenær sem er. Staða flokksins er alvarleg.
Eva Einarsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Bjartrar framtíðar, sagði seint í mars á þessu ári að ekki væri einhugur innan flokksins um aðild hans að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.
Eva sagði þá að óánægjan hefði ekki minnkað frá því ríkisstjórnin komst til valda. Hún upplýsti að staða flokksins sé rædd innan stjórnarinnar. „…en menn standi enn við bakið á sínu fólki,“ segir hún.
„Samtalið við grasrótina er mjög gott og við erum sannfærð um að við eigum meira inni. Nú þurfum við að halda rétt á spilunum fram undan og þá eykst fylgið,“ sagði Eva þá.
Ljóst er að aðild að ríkisstjórninni var ekki og er ekki sjálfsögð innan Bjartrar framtíðar. Áhyggjur innan flokks og ólík sjónarmið til aðildar að ríkisstjórninni hafa og eru innan Bjartrar framtíðar, og hver staða flokksins er orðinn. Segja má að í mars hafi ráðherrarnir og þingflokkurinn verið á einskonar skilorði. Baklandið gæti brostið hvenær sem er.
Eva Einarsdóttir, sem var gagnrýnin í mars, situr á Alþingi í dag sem varaþingmaður.
-sme