Hekla hf. kallar inn 12 bíla af gerðinni Volkswagen Golf, Passat, Up og Transporter árgerð 2017, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Ástæða innköllunar er að frávik í blöndu kveikiefnis fyrir líknarbelgi og öryggisbelti (með belta strekkjara) getur valdið því að líknarbelgur eða sætisbelti virki ekki sem skyldi við árekstur. Viðgerð felst í að skipt verður um öryggisbelti eða líknarbelg, eftir því sem við á fyrir viðkomandi bíl. Eigendum bílana verður sent bréf vegna innköllunar á næstu dögum.
Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við bílaumboðið ef þeir eru í vafa.