- Advertisement -

Heitt vatn og soð á 1.590 krónur

Gunnar Halldór Gunnarsson skrifar:

Ég deili nú aldrei neinu varðandi verðlag hér á landi en nú get ég ekki orða bundist.

Við fórum á Café Bleu í Kringlunni í gærkvöldi og þar sem ég þarf að vera á fljótandi fæði í nokkra daga þá pantaði ég mér bara eplasafa en stelpurnar pöntuðu sér mat. Þegar þjónninn sem var mjög elskulegur, tók niður pantanir hjá okkur fannst dóttur minni ómögulegt að ég fengi mér ekki neitt. Ég ákvað því að spyrja þjóninn hvort hægt væri að fá heitt vatn og grænmetistening þannig að ég gæti fengið soð því ég ætti að vera fastandi. Hann sagði að það væri alveg hægt. En ég gerði þau mistök að spyrja ekki hvað það kostaði. Síðan kom maturinn og ég fékk súpudisk og heitt vatn í tekatli og grænmetiskraft í litlum bikar. Ég hrærði þessu saman og fékk mér soðið. Við áttum góða stund saman og síðan þegar ég borgaði fyrir matinn þá ákvað ég að taka kvittun. Þá sá ég að ég var rukkaður fyrir þetta soð sem Súpu dagsins 2 sem kostaði 1.590. krónur. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég spurði þjóninn hvort hann ætlaði virkilega að rukka mig um 1.590 fyrir soðið sem ég hrærði sjálfur saman. Já sagði hann svo elskulega og ég brást bara við með því að fá hláturskast og fór út af staðnum og kem þangað aldrei aftur.
Það hefði verið í lagi að rukka eitthvað fyrir þetta en það fyndna er að þetta soð er dýrara en súpa dagsins á CAFÉ RÁN BLEU en hún kostar 1.490.- skv. matseðli. Það má kannski segja að ég hafi greitt þarna fyrir góða sögu sem ég mun segja öllum sem heyra vilja. Læt kvittunina fylgja; SÚPA DAGSINS 2.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: