- Advertisement -

Heimsmet í óhugnanlegum skerðingum og skattpíningum á fátækasta fólkinu?

Niðurstaðan í boði ríkisstjórnarinnar er sú að allt of stór hópur fátæks fólks með börn býr við ævarandi skort og sárafátækt í þessu ömurlega kerfi.

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Guðmundur Ingi Kristinsson:
„Og að gefnu tilefni: Ríkisstjórn — hættið að skatta fátækt.“

„Íslendingar eiga sennilega heimsmet í að beita verst setta fatlaða og aldraða fólkið í okkar samfélagi svo óhugnanlegum skerðingum og skattpíningum. Að beita fátækt fólk jafn grimmilegum og ómannúðlegum aðgerðum til að halda því í ævarandi fátækt er fjárhagslegt ofbeldi af verstu gerð og veldur bara aukinni vannæringu, þunglyndi, kvíða og skelfingu. Niðurstaðan í boði ríkisstjórnarinnar er sú að allt of stór hópur fátæks fólks með börn býr við ævarandi skort og sárafátækt í þessu ömurlega kerfi þeirra og einnig eltir það það inn í ellina þar sem það jafnvel niðurbrotið reynir að tóra, fjárhagslega kúgað, síðustu árin af vonlausri ævi sinni í þeirra boði,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.

„Ítrekað hef ég í þessum ræðustól Alþingis bent á að fátækt fólk í almannatryggingakerfinu borgar ekkert með illa skertum sköttuðum meðaltalshækkunum ríkisstjórnarinnar. Ný könnun félagsvísindadeildar Háskóla Íslands sýnir að stór hluti öryrkja býr við slæma heilsu, en sækir ekki heilbrigðisþjónustu og sleppir sjúkraþjálfun vegna kostnaðar. Fatlað fólk og eldra fólk er sá hópur sem þarf oftast að fara á heilsugæsluna, til sjúkraþjálfara, sérgreinalækna, sálfræðinga og hefur ekki efni á því og þá ekki heldur að greiða fyrir læknisþjónustu, hvað þá að eiga krónu eftir fyrir lífsnauðsynlegum lyfjum. Sérgreinalæknar hafa verið samningslausir frá 2018, sjúkraþjálfarar frá 2020 og frestun á læknisheimsóknum og í sjúkraþjálfun leiðir til verri heilsufarsvandamála og endar með dýrustu úrræðunum; innlögn á sjúkrastofnun með tilheyrandi þjáningum í boði ríkisstjórnarinnar.  Og að gefnu tilefni: Ríkisstjórn — hættið að skatta fátækt.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: