- Advertisement -

Heimska hægrið á rangri leið

Gunnar Smári skrifaði þennan pistil:

„Hægrið hefur undanfarið misserið haldið því fram í öllum sínum spjallþáttum og hlaðvörpum að almenningur hafi fyrst og fremst áhyggjur af innflytjenda- og orkumálum. Bjarni Benediktsson nefndi þetta tvennt sem höfuðmál ríkisstjórnar sinnar ásamt verðbólgunni, sem síðar hefur komið í ljós að ríkisstjórnin hefur engan áhuga á.

Þegar Prósent bað kjósendur að raða áherslumálum sínum fyrir hlaðvarp Góðra samskipta kom í ljós að hægrið er að skjóta framhjá í þessu sem öðru.

Almenningur vill aðgerðir í heilbrigðismálum, efnahagsmálum, húsnæðismálum, samgöngumálum, menntamálum og málefnum eldri borgara og fatlaðra, í auðlindamálum, atvinnumálum og umhverfismálum og öðrum málaflokkum sem hægri stjórnir undanfarna áratuga hafa klúðrað og hefur sáralítinn áhuga á áherslum hægrisins þrátt fyrir að svo til allir fjölmiðlar hafa beygt sig undir delluhugmyndir þess.

Það er alveg með ólíkindum hvað fjölmiðlafólk lætur heimska hægrið narra sig út í mýri, þangað sem hægrið hefur ratað út í.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: