- Advertisement -

Heimsins mesti lygalaupur

Úr Heima er bezt.

Heimshlutar sem fram til þess höfðu verið ókunnir, opnuðust áhugasömum lesendum dag nokkurn árið 1898, þegar Louis de Rougemont kom með frásagnir af stórkostlegum ævintýrum sinum í Ástralíu til ritstjóra tímaritsins ,,Wide World“ í London. Ritstjórinn varð hrifinn af frásögnunum og ákvað að birta þær í tíu næstu blöðum. Lesendur urðu enn hrifnari, sala blaðsins rauk upp á við, og þegar sögurnar voru siðar gefnar út í bókarformi, voru þær fljótlega þýddar á aðrar tungur. „Ég hefði ekki lifað það að segja sögurnar,“ segir de Rougemont, „ef ekki hefði verið hundurinn af perluveiðaranum, sem ég var á. Skipið sökk og ég synti, þar til ég var að þrotum kominn. Þá synti hundurinn til mín, beit í hár mitt og dró mig. En þrek þessa trygga dýrs þraut brátt og til að launa honum, greip ég skott hans milli tannanna og dró hann, þvi nú var ég orðinn hvíldur. Við komumst heilu og höldnu til eyjar nokkurrar.

Lífið á eynni

Þar byggði De Rougemont kofa úr perluskeljum og lifði á fuglum og fiski. ,,Til að drepa tímann,“ sagði hann, ,,óð ég gjarnan út i sjóinn, þar til ég fann stora skjaldböku, sem ég fór á bak og gat stýrt eins og hesti. Þegar ég vildi láta hana beygja, rak ég bara fótinn i annað hvort auga hennar og til að nema staðar, setti ég báða bætur fyrir augu hennar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

En það var leiðinlegt á eynni til lengdar og De Rougemont eyddi mánuðum í að smíða sér bát. ,,Dag nokkurn komu fjórir frumbyggjar til eyjarinnar. Ég lærði tungumál þeirra, þeir hjálpuðu mér með bátinn, og ég sigldi brott.“ Hann kom að landi í Norður-Ástralíu, var kosinn kóngur og vann sér það til virðingar undirsáta sinna, að ráðast á risakrókódíl með exi. En öxin stóð svo föst i húð krókódílsins, að engin leið var að ná henni út. ,,Þá var það, að Yamba kom inn i lif mitt,“ sagði hann lesendum sinum. „Þessi hugaða, innfædda stúlka rak árina inn i gin skepnunnar og gaf mér tíma til að ná skeiðahnífnum mínum og ganga frá krókódílnum.“

Eftir nokkur ár hjá þessum þjóðflokki fór de Rougemotn að örvænta að hann sæi kannski aldrei framar hvítan mann. Hann ákvað að ganga til Darwin. Hann veiktist og lýsti siðan nákvæmlega, hvernig hann læknaðist. Hann drap villinaut og lagðist til svefns inni í volgum skrokknum. Á meðan hafði hin trygga Yamba gengið hundruð mílna til að leita réttra lækningajurta handa honum. „Jurtirnar og ylurinn úr nautinu björguðu mér ,“ segir hann. ,,Ég var fullkomlega læknaður, nýr maður og hraustari en nokkru sinni áður.“

Er hann kom á óbyggt landsvæði, fann hann ný furðu fyrirbæri til að lýsa: ský af fljúgandi leðurblökum, risarottur og engisprettuhóp, sem var svo vingjarnlegur, að mynda úr sér brú yfir á, svo hann gæti gengið þurrum fótum yfir. Eit sinn datt hann i gryfju sem í voru eitraðir, svartir snákar og slapp eftir að hafa drepið 68 þeirra.

Þar sem lesendur blaðsins bókstaflega drukku sögurnar í sig fór ekki hjá því að de Rougemont yrði þekktur. Hann hélt fyrirlestra á fundum og fólk sat dolfallið yfir þessum furðuævintýrum, sem hann hafði lent á 30 ára tímabili.

Af því enginn landkönnuður hafði nokkru sinni komið til staða þeirra, sem de Rougemon lýsti svo fjálglega, gat enginn með réttu efast um sannleiksgildið, þrátt fyrir, að sumt væri afar ósennilegt. En fólk tók að efast um ýmsar skepnur, sem de Rougemont sagðist hafa fyrir hitt og þegar dagblað eitt sendi menn sína til tiltekins staðar til að mynda fyrirbærin, kom sannleikurinn loks í ljós.

Útskúfaður!

Louis, sem var Svisslendingur, hafði aðeins einu sinni komið til Ástralíu, sem einkaþjónn. Í ljós kom, að hann var kvæntur hvítri konu, en hann svaraði því til, að Yamba, innfædda konan sín hefði dáið fyrir mörgum árum. En enginn trúði, að hún hefði nokkurn tíma verið til. En Louis de Roguemont skorti ekki hugrekki. Jafnframt því sem uppljóstranirnar svertu nafn nafn hans, gerði hann áætlanir um fyrirlestraferð til Ástralíu. Ástralar höfðu hlegið mikið af sögum hans og þegar hann gekk inn á leiksvið í Melbourne, var hann umsvifalaust púaður niður út af því aftur.

Hann var fljótur að gleymast, þó að Wide World héldi áfram að blómstra. Árið 1921 var hans þó getið i fréttum er hann andaðist i sárri fátækt í London. Nágrannar hans þekktu hann þá undir nafninu Louis Grin, en á legsteini hans stendur Louis Redman.

Í dauðanum jafnt sem lifanda lifi, lætur hann fólk í óvissu um, hver hann raunverulega var. Nú trúir enginn sögum hans og frægð hans grundvallast á orðstír hans sem mesta lygara heimsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: