- Advertisement -

Heimilin fá milljarða reikninga árlega

„Hættum að niðurgreiða afleiðingar samkeppnisskortsins og einbeitum okkur að því að ryðja þessum sömu samkeppnishindrunum úr vegi.“

„Þetta munar líka heimilin sjálfsagt allmörgum milljörðum á ári hverju í verðtryggingu á húsnæðislánum. Ég held að það sé orðið tímabært að við tökum höndum saman, hættum að niðurgreiða afleiðingar samkeppnisskortsins og einbeitum okkur að því að ryðja þessum sömu samkeppnishindrunum úr vegi,“ sagði Þorsteinn Víglundsson á Alþingi.

Hvað á hann við og hvers vegna er þetta svo?

„Það er öruggt að þær ákvarðanir sem eru teknar í þessum sal hafa mikil áhrif í landinu og hér er margt gott gert. Það er hins vegar mikil synd, ár eftir ár og áratug eftir áratug, að horfa upp á andúðina, sem oft á tíðum er til staðar hjá meiri hluta þingmanna í þessum sal, á frjálsri samkeppni í landinu. Ég bendi á allar þær samkeppnishindranir sem reistar hafa verið upp af Alþingi í nafni verndar af einhverju tagi; í nafni þess að nauðsynlegt sé að skjóta skjólshúsi yfir þessa atvinnugreinina eða hina. Allt er það á endanum á kostnað neytenda.“

Dæmi?

„Nýverið sáum við ákvörðun verðlagsnefndar aftur úr forneskju, verðlagsnefndar búvara, um hækkun á mjólk og smjöri eða á mjólkurafurðum almennt, hækkun upp á 3,5% sem er tæplega 3 milljarða kr. reikningur á heimilin í landinu, bara í verðtryggingaráhrifum á húsnæðislán þessara sömu heimila.“

„Nýverið sáum við ákvörðun verðlagsnefndar aftur úr forneskju, verðlagsnefndar búvara, um hækkun á mjólk og smjöri eða á mjólkurafurðum almennt, hækkun upp á 3,5% sem er tæplega 3 milljarða kr. reikningur á heimilin í landinu, bara í verðtryggingaráhrifum á húsnæðislán þessara sömu heimila.“

Hvað veldur og hverjar eru afleiðingarnar?

„Ég furða mig oft á því af hverju í ósköpunum þessi mikla vantrú er á frjálsri samkeppni í þessum sal með þeim tilkostnaði sem heimilin í landinu verða fyrir. Ég held að með allgóðum líkum megi segja að þær vörur og sú þjónusta sem háð er verulegum samkeppnishömlum, sem settar hafa verið hér í þessum sal, séu um fimmtungur af neyslu landsmanna hið minnsta, með tilheyrandi áhrifum til hærra verðlags. Við sjáum það mjög glöggt, þegar við berum saman verðþróun á þessum vörum og öðrum sem eru háðar frjálsri samkeppni, að það munar mjög miklu á því hve þessar vörur eru að hækka umfram þær vörur sem eru háðar frjálsri samkeppni.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: