- Advertisement -

Heimila bara auglýsingar frá Sauðárkróki

Sveitarfélagið hafnaði erindinu og væri það í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, ef ekki væri á sömu slóðum auglýsingaskilti fyrir starfsemi á Sauðárkróki.

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, skrifar stutta skýringu á hvernig málum er háttað á skagfirska efnahagssvæðinu, þ.e. sveitarfélaginu Skagafirði.

„Ás Prjónagallerí sem Svava Ingimarsdóttir sambýliskona mín rekur á Hofsósi sótti um hjá Sveitarfélaginu Skagafirði að fá að setja upp auglýsingaskilti nálægt sundlauginni á Hofsósi. Sveitarfélagið hafnaði erindinu og væri það í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, ef ekki væri á sömu slóðum auglýsingaskilti fyrir starfsemi á Sauðárkróki.

Það er vægast sagt furðuleg niðurstaða að einungis sé heimilt að auglýsa á Hofsósi starfsemi á Sauðárkróki en alls ekki neina starfsemi sem er í gangi í þorpinu sjálfu. Það verður að segjast eins og er að það er engin hætta á að allt myndi fyllast af auglýsingaskiltum þó svo öll fyrirtæki á Hofsósi fengu að setja upp kynningarskilti.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: